Blanda - 01.01.1928, Page 306
3°°
Oddi lögmanni væri skipaÖ að fullnægja þeim syno-
dalréttardómum, er gengu 1712, og ekki væri enn full-
nægt, en um mál séra Jóns var þar sérstaklega tekiS
fram, að það skyldi fara eptir landslögum og rétti.
Er sennilegast, að þetta hafi verið svar upp á um-
sókn prests frá 1713, þótt svona seint kæmi, og þá
er Oddur hefur fengið þessa skipun, þá hefur hann
látið séra Jón sækja um konunglega uppreisn til að
stefna báðum dómunum (1712 og 1716) fyrir hæsta-
rétt, en sú umsókn hefur ekki verið send héðan fyr
en sumarið 1717. Ritaði þá biskup prófastinum í
Skaptafellssýslu (séra Einari Bjarnasyni) (24. ágúst
1717) og sagðist vita, að séra Jón hefði enga kon-
unglega uppreisn fengi‘5 eða hæstaréttarstefnu og væri
það rétt, þá skyldi prófastur banna honum að stíga
í stól og að fremja nokkra prestlega þjónustu, bæði
á siðbótarhátíðinni (31. okt. 1717) og endranær, og
láta hann svo ráða, hvað hann geri, en þetta verði að
gerast fljótt, því að annars sendi séra Jón til Odds
lögmanns. En ekki er að sjá, að séra Jón hafi skeytt
þessu ítrekaða banni, heldur þjónað, eins og ekkert
hefði í skorizt, enda hefur hann með vissu sent um-
sókn sína til konungs 1717, eins og fyr var getið,
og gat þvi enn skákað i því skjóli, að hann biði svars-
ins, sem hann einnig fékk árið eptir með konunglegu
uppreisnarbréfi 25. júní 1718, að hann mætti stefna
fyrir hæstarétt dómum biskups (synodaldómunum)
1712 og 1716, er orðnir væru ofgamlir; jafnframt
fékk hann veitta gjafsókn til að sækja mál þetta, en
stiptamtmanni boðiö að fá afrit af dómunum og öll-
um málsskjölum, og senda það sem allrafyrst kan-
selliinu, en Bertel Biörnsen málafærslumanni væri fal-
ið að flytja mál prests fyrir hæstarétti. Segir Jón
prófastur Halldórsson, að hæstaréttarstefna í málum
þessum hafi verið birt biskupi 1719 fyrir tilstyrk