Blanda - 01.01.1928, Page 308
302
skopkvæSi um MeÖallendinga, er fóru 12 saman aÖ
vinna bjarndýr, er þeir hugÖu komiÖ i byggÖina, en
þaÖ var þá hvitkollótt, horuÖ ærrolla. Þó eigna sum-
ir kvæÖi þetta séra DaÖa GuÖmundssyni á Heiði,
en þaÖ mun naumast rétt. Séra Jón orti einn-
ig (1677) sálma út af „Diario christiano“, eöa dag-
legri iÖkun allra dagsverka drottins eptir Hallgrím
Pétursson, einnig rímur af Cyrusi Persakonungi.
Hann samdi einnig 50 hugvekjur út af passíusálm-
um séra Hallgríms1), og húslestrarbænir á öllum
sunnudögum og hátiöisdögum árið um kring. Hann
samdi einnig fleiri bænir við allskonar tækifæri og
rím eptir nýja stíl. Honum er og eignað aÖ hafa
snúið 2. Mósesbók í ljóðmæli, og eru þau ljóð til
í handriti. Sést af þessu, að hann hefur gefiö sig
allmjög við ritstörfum í bundnu og óbundnu máli
og hugsað um fleira en deilur einar og málaferh,
þótt liann lenti í slíku vastri frekar flestum stéttar-
bræðrum sínum. Samtíðarmaður hans, séra Jón Hall-
dórsson lærði, segir, að hann hafi „hvorki verið
óskarpur né feilinn, altamur að hræra í veraldleg-
um málefnum". Virðist hann hafa verið mikilhæfur
maður að ýmsu leyti, kjarkmikill og harðúðugur, en
viðsjáll nokkuö, ef því var að skipta, og ekki allra
bokkur, enginn búsýslumaður og jafnan mjög fátæk-
ur, gat aldrei borgað skuld sína við Desjarmýrar-
kirkju, og lá sú krafa þó á döfinni 40 ár (1677—
1717); segir biskup að lokum 1717, að ekki muni
stoða að krefjast frekar þeirrar skuldar, þvi að séra
Jón sé að sinni ætlun félaus og ekkert af honum
að hafa.
1) Þessar hugvekjur, sem DaÖi fróði hyggur, að ekki
séu framar til, munu vera „Föstuprédikanir" þær 50 að tölu,
sem eru í ÍBFél. 114 4to.