Blanda - 01.01.1928, Page 312
3°6
Reyndist það líka, sem hann sagði i byrjun vís-
unnar, því búnaður hans með Ingibjörgu fór i litlu
lagi, og lifðu þau við sult og seyru. Varð hann af
því dapur og þunglyndur. Opt fór hann til Gríms-
eyjar til bráöa1) sér, og átti þar, sem víðast, góðu
að mæta, þvi fáskiptinn var hann, en þó skemmti-
legur öllum, er tóku hann tali. Kona nokkur í eynni,
er Þorbjörg hét, varð vinkona hans. Til hennar kvað
hann fallegt ljóðabréf. í bréfinu segir hann henni
frá ferð sinni til landsins; höfðu þeir fengið of-
viðri og sjói stóra, og urSu aS rySja miklu af skip-
inu, og missti Árni þar mat sinn, sem aðrir. Þegar
hann er að segja henni frá þessu er ein vísan:
Lifi eg enn með láni stóru
liggur það í ættinni,
ýsurnar hans Árna fóru
eptir fiska vættinni.
Þetta hafSi honum gefizt í eyjunni, því ferSin var
til skreiðarkaupa, en Árni var ætíð kaupleysingi.
I bágindum sinmn hvarflaði Árni víða, en aldrei
kom hann í húsganga tölu, þvi allir virtu hann, sök-
um ráðvendni hans og gáfna, og gerSu honum fús-
lega gott. Einu sinni kom hann að Bægisá og gerði
presti, Jóni Þorlákssyni, boð, að finna sig út. Prest-
ur kom út, fátæklega búinn, sem vandi hans var,
og sá mann á hlaðinu því fátæklegar til fara. Mað-
urinn heilsar presti, sem ekki þekkir hann, og spyr,
hver hann væri. Árni segir:
Hér er kominn á höltum klár
halur úr Eyjafirði,
ótiginn og efnasmár,
ekki mikils virði.
i) Svo hdr., víst sama sem: bjargar.