Blanda - 01.01.1928, Side 316
3TO
grasafólki, sem kom norðan af Reykjaheiði. Var
það um sumartíma rétt fyrir sláttinn. Þegar kom
aÖ Skjálfandafljóti á Eyjarvaði, bað stúlka ein, sem
í ferðinni var, — hét María, vinnukona á Sörla-
stöðum — Arna að reiða fyrir sig lausa svuntu,
sem hún hafði meðferðis. Árni gerir það, en þeg-
ar bæði voru komin af fljótinu, rétti hann henni
svuntuna og segir:
Eg hef haldið undir slit
úrvalsþingi fínu,
taktu nú við, faldafit,
forhlaðinu þínu.
Stúlkan nam vísuna.
Að minnum var það haft, hversu ræðinn og
skemmtinn Árni var í ferð þessari og lét lipurt í
kveðlingum fjúka, enda átti hann þá skammt ólifað,
því nýkominn heim úr ferðinni veiktist hann af um-
gangandi landfarsótt, og deyði eptir stutta sængur-
legu. Mun hann verið hafa nálægt sex tugum ára
að aldri, en fráfall hans að borið á árunum 1815
eða 18161).
Það má nærri geta, að sagan sé miður en hálf-
sögð, því sá sem hana segir, var unglingspiltur í
annari sveit2) þegar Árni dó, og hefur hann nú ekki
annað við að styðjast en það, honum er í barns-
minni af vísum Árna, og þó ekki tínt allt til, er
x) Hann andaðist á Sámsstöðum 1. ágúst 1816, og er
þá (í prestþjónustubók Grundarþinga) talinn 57 ára, og
mun aldur hans nokkurnveginn nærri réttu lagi, því aÖ hann
er talinn fæddur á Rifkelsstöðum 1760, ef til vill snemma árs,
og verið þá á 57. ári, er hann lézt.
2) Séra Benedikt, höfundur þessara frásagna, var fædd-
ur 30. júlí 1800, og því að eins réttra 16 ára gamall, þá er
Ámi andaðist.