Blanda - 01.01.1928, Síða 318
312
í selinu, þá grundin gulls,
gisti eg hjá þér forðum.
í ljóðabréfi nokkru, sem kve'Öið var í Norður-
landi veturinn næsta eptir það Árni sálaðist, er
visa þessi:
Arni Jónsson andaðist, sem yrkja gerSi,
og skenkti óma skálabyrði,
skáldablóm i EyjafirSi.
Þetta var því síður ofhermt, sem eg hygg, aS
sannast mundi, að væru ljóðmæli Árna og einkum
tækifærisvísur hans, með tilgreindum orsökum
þeirra, komið í eitt safn, að maðurinn var á sinn
máta merkisskáld i bændaröð, og i kveðskap sín-
um sléttorður og tilgerðarlaus. Það sem hann kvað,
áður en hann giptist, lýsti glaðlyndi og fjöri hans
og jafnvel gjálífi, en hitt, er hann síðan orti, kenn-
ir hugdeyfðar og amasemi, en hvorttveggja prýS-
ir jafnt, hversu óþvingað það er og sem menn
segja blátt áfram og líkt daglegu tali.
Þjóðsaga um Árna.
[Eptir sögn Ingibjargar Jónsdóttur systur hans, er sjálf
sagði sögu þessa Björgu Árnadóttur í Kaupangi, en hún
Jóni Borgfirðing, er hefur ritað hana eptir frásögn Bjarg-
ar í Lbs. 537 4to. í sama hdr. er önnur útgáfa af sögu
þessari, einnig með hendi Jóns BorgfirSings, og sögð hon-
um af GuSmundi Magnússyni á VarSgjá eptir sögn Magn-
úsar föSur hans og einnar af systrum Árna, sem ekki er
nafngreind. Þykir mér sennilegt, aS sögn Bjargar sé rétt-
ari, og er henni því fylgt hér, en því einu viS bætt úr sögn
GuSmundar, er snertir foreldra Árna og Hannes bróSur
hans, sem vantar í hina. — H. Þ.]
Á þeim árum, er Sveinn lögmaður Sölvason var
á Munkaþverá, bjó á Rifkelsstöðum bóndi nokkur