Blanda - 01.01.1928, Síða 320
314
ið, alla nóttina og fram i aptureldingu, en þá var
létt upp þokunni. Einnig var leitaÖ i Miöárgili og
fram í upptök þess. Varð Guðrúnu gengið lengra
fram, og kom að stórum steini; þar lá Árni sof-
andi undir steininum með höndina undir kinninni.
Hún tekur hann upp og gengur með hann til hinna
leitarmannanna. Er hann þá spurður um ferðir hans,
og byrjar hann söguna, þá er Ingibjörg systir hans
skildi við hann. Segir hann, að sér hafi sýnzt bær-
inn sinn vera þar fram í þokunni, er hann var að
þrátta við Ingibjörgu. Hafi hann svo gengið þang-
að og engan bæ fundiö, en í stað þess hafi hon-
um sýnzt, að móöir hans gengi á undan honum, og
hann þá elt hana, þangað til hún hvarf í þokuna.
Gekk hann lengi eptir það, og kom þá til hans
stúlka á gráum hesti, og bauð honum að ríða, en
hann vildi það ekki. Tók hún hann þá upp á hest-
inn, og reiddi hann alllengi, en hann oreaði og
barðist um, þangað til hún varð að hleypa hon-
um af baki, og hvarf honum svo. Gekk hann svo
enn áfram, þangað til hann lagðist fyrir undir stór-
um steini, örmagna af þreytu og gráti, og sofnaði
þar. Nú þegar komiS var heim, sagði Guðrún, að
sá „ætti fund, sem fyndi“, og bauð honum til fóst-
urs, og þáðu foreldrar hans það. Fór hann svo
með henni og ólst upp hjá þeirn hjónum; var hann
þar lengi, og kallaður Árni Eyjafjarðarskáld, og
kenndur við Stórhamar. Hafði hann Jengi verið
utan við sig eptir þetta og hræddur við að vera
einn. Hannes bróðir hans fór suður í Hafnarfjörð,
varð gamall maður og mun hafa búið lengst 1
Urriðakoti1).
i) Hann bjó þar langan aldur, en andaSist í Hafnar-
firði 23. des. 1839, þá talinn 82 ára, en hefur að minnsta