Blanda - 01.01.1928, Page 321
3i5
Aths. í sögn Guðmundar á Varðgjá, sem fyr er getið,
er sagt, að meðan móðir Árna var við mjaltir, hefði kona,
er Árni hugði móður sina, tekið hann í fang sér á rúm-
stokknum og borið hann út úr bænum, og gengið lengi með
hann, en er hún setti hann niður til að skipta um hand-
legg hefði hann litið framan í hana, og séð að það var
ekki móðir hans, þótt hún væri eins búin, og farið þá að
hágráta og berjast um, þangað til/hún setti hann niður
þar, sem hann fannst, en hin sögnin er sennilegri, enda
beinlinis tekin eptir Ingibjörgu systur hans, er var með
honum, þá er hann hvarf.
Vísa
um Svein lögmann Sölvason.
Eptir Eirík Laxdal stúdent.
[I Lbs. 269 4to, bls. 19].
Þó sértu ei í sæti rýr
sízt með hnakkaspikiS,
linna bóla draugur dýr,
drekktu samt ei mikiS.
LögmaSur var fremur lágur vexti, en gildur, og
safnaSi ístru; hafSi ekki óbeit á brennivíni, og
spillti meS því heilsu sinni. Var gleSimaSur, hæS-
inn og hnýflóttur í orÖum, og jók þaÖ ekki vin-
sældir hans. (H. Þ.)
kosti verið 83 ára, því að í manntali 1801 er hann sagður
45 ára, búandi i Urriðakoti, og er þvi fæddur um 1756 og
4 árum eldri en Árni. Kona hans hét Þorgerður Þorsteins-
dóttir, og áttu þau börn nokkur, er upp komust.