Blanda - 01.01.1928, Page 323
3i7
því til tvítugsaldurs. En sagnir segja, aÖ sveinninn
hafi verið mjög bráÖger, aÖ líkamlegum og andleg-
um þroska. Iineigðist þó minna að venjulegri sveita-
vinnu, en þurfa þótti á þeim tímum. Fór hann
snemma að fást við lækningar og „lögðu margir
trúnaS á þær“, segir í samtíSa heimild. Varð
ekki á því villzt, að honum var margt vel gef-
ið; gáfur hafði hann góSar og söngrödd mikla
og fagra. Bar einnig snemma á hagmælsku hans,
en fremur þótti hann hvefsinn í kveSskap og hneigð-
ist snemma að vínnautn. Höfundur Skagfirðinga-
sögu lýsir Hallgrími svo, að verið hafi hann „mjúk-
máll og eigi sparað heityrði þau, er menn vildu“.
„Kallaður var hann lausráður og sjálfhælinn."1)
II. Hallgrímur flyzt til Skagafjarðar.
Hallgrímur er talinn að hafa verið rúmlega tví-
tugur2), þegar hann flytur sig vestur í SléttuhlíS
í Skagafirði austanverðum. Mun hann hafa komið
þangað úr æskusveit sinni, þótt ekki sé það víst
meS öllu. Kvæntist hann um sömu mundir Þuríði
1) Hér skal það þegar tekið fram, að höfundur að síð-
ari hluta Skagfirðingasögu ber Hallgrími illa söguna, og
grisjar víða í kalakennt hugarfar til hans. Verður því frá-
sögn sú varlega notuð, þó að það dyljist ekki, að slarksam-
ur hefur Hallgrimur verið lengi fram eptir æfinni, og
kvennhollur í frekara lagi. En á þeim tímum var ekki svo
mjög fengizt um, þó að siðferðið væri nokkuð flekkótt,
því að víða var pottur brotinn í því efni.
2) Það hefur sagt mér Jón hreppstjóri Jónsson á Haf-
steinsstöðum, sem mundi vel Hallgrim, að sú sögn hefði
verið alþekkt í sinu ungdæmi, að í æsku hefði Hallgrímur
farið í göngur eitt haust og orðið samferða Indriða bónda
á Dálksstöðum, sem þá var hniginn að aldri. Höfðu þeir
tjald og fleiri trúss á hesti, og snaraðist af klárnum, en