Blanda - 01.01.1928, Síða 324
3i8
GuÖmundsdóttur (f. um 1790) og með vissu verð-
ur fundið, að fyrir árið 1816 eru þau byrjuð bú-
skap á Keldum í Sléttuhlíð. Efni þeirra voru að
vísu lítil, en bæði voru heilsugóð og græddist Hall-
grími fé þar fyrstu árin. Þyngdist þó um hagi hans,
er á leið, því að brátt hlóðst á hann ómegð mikil.
Eru börn hans talin þessi: 1. Guðmundur f. um
1814, 2. Guðný, f. 1. júní 1817, 3. Guðrún, f.
24. júlí 1818, dó á Keldum 7. sept. sama ár, 4.
Jón, f. 18. des. 1819, 5. Dagbjört, f. 31. des. 1820.
A þessum árum hafði Hallgrímur tekið sér vinnu-
konu, Ólöfu að nafni, Gísladóttur. Var flimtað með
það, að vingott væri milli þeirra. En ekki mun
Ólöf hafa verið mörg ár á Keldum, því að talin
er hún vinnukona á Róöhóli (RóSuhóli) í Sléttu-
hlíS um 1820. Og áriS eptir brá svo viS, aS Ólöf
eignaSist tvíbura og kenndi þá Hallgrími. Gekkst
hann greiSlega við þeim. Voru það drengir og fædd-
ust 17. apríl 1821. Hlutu þeir báðir skírn, en lifðu
mjög skammt. Jón dó 30. ágúst 1821 i Sigríðar-
staðakoti, og Guðbrandur dó 7. maí sama ár á
Tjörnum í Sléttuhlíð. Þetta sama vor, 1821, flutti
Hallgrímur búferlum að Vestarahóli í Flókadal og
þar átti hann enn tvö börn með konu sinni: 6.
Guðrúnu, f. 18. maí 1822, d. 28. ágúst, og 7. Gísla,
f. 4. sept. 1823. SafnaSi hann skuldum, eptir því
sem ómegðin óx, en fjárhagur hans þvarr. Heim-
meÖan þeir komu klyfjunum í lag að nýju, varð þeim nokk-
uð sundurorSa. Mælti þá Hallgrímur:
Haltur skaptur, tryggSum taptur, törgu þundur.
IndriSi botnaði þegar:
Láttu kjaptinn á þér aptur, eins og hundur.
Sögn þessi mun þó vera nokkuS óviss og vísan er fleirum
eignuð.