Blanda - 01.01.1928, Page 326
320
menn hafa sagt, sem gjörþekktu Iiallgrím á efri ár-
um hans. Verður nánar sagt um það síðar í þætti
þessum.
Þá bjó að Kálfsstöðum Jón Jónsson smiður, svarf-
dælskur að ætt. Hann átti Sigríði dóttur Bjarna
prests1) á Mælifelli. Höfðu þau dágott bú.
Með Hallgrími fluttust fjögur börn hans að Kálfs-
stöðum: Guðmundur, Guðný, Dagbjört og Gísli. Og
þar fæddi Þuríður kona hans 8. barn þeirra hjóna,
29. nóv. 1824. Var það drengur og hlaut nafnið
Hallgrímur. En barnið lifði stutt og dó 5. des. sama
ár. Arið eptir varð svo Hallgrímur fyrir þeirri sorg,
að missa konu sína. Dó hún 3. marz eptir allþunga
legu. Sinnti hann búi sínu lítt eptir það til vors, en
fór nú að fást meira við lækningar en áður. Þegar
frá leið konumissinum, fór það að kvisast, að vin-
gott mundi vera milli hans og Sigríðar konu Jóns.
„Varð Jóni það til ama en Sigríði til óhróðurs.“ Seg-
ir ger frá því máli síðar. En um vorið 1825 fór
Hallgrimur frá Kálfsstöðum, og settist að á Steins-
stöðum í Tungusveit. Var hann þar í húsmennsku
næstu árin, en kom elztu krökkunum fyrir annars-
staðar. Á sumrin var hann svo öðru hvoru í kaupa-
vinnu, en aðra tima ársins stundaði hann lækningar
og var sóttur allmikið, enda var leitað þá, í lækna-
leysinu, til allra, sem eitthvað gutluðu við þessháttar.
Varð það og stundum að liði, einkum við barnsfæð-
1) Bjarni prestur var Jónsson talinn (f 31. águst
1809). Hann var barngóður, en komst stundum skritilega
að orði, þegar hann var að spyrja fermingarbörnin. Er
sú gamanskritla sögð um hann, að hann hafi spurt m. a.
dreng að þvi, hvenær dómsdagur kæmi. Það vissi pilturinn
ekki. Þá mælti prestur: „Það er ekki von, að þú vitir það.
Englarnir vita það ekki. Guð veit það ekki. Og eg veit
það heldur ekki sjálfur."