Blanda - 01.01.1928, Page 328
322
aði hana við, a'ð eiga skipti viS Hallgrím. Kvað hann
hana þó ekki hlýða mundi ráðum sínum. Varð það
orð að sönnu, því að mælt var, að hið sama kveld,
sem Jón var borinn látinn úr baðstofu út í skemmu,
að þau gengi í eina sæng, Hallgrimur og Arnbjörg.
En víst er það, að eptir þetta hugðist hann að gipt-
ast Arnbjörgu, og í áðurgreindri ferð bjóst hann
að ræða það mál við hana. Mun erindið hafa geng-
ið greiðlega, því að þegar heim að Nautabúi kom,
sagði hann Sigríði þessa ráðabreytni sína, og að nú
mundi bráðum skilja með þeim. En við tíðindi þessi
féll Sigríður í ómegin og mæltust þau illa við, er
hún vitkaðist. Síðan fór hún brott og út að Bakka
í Hólmi og þaöan að Brekku við Víðimýri, til Jóns
prests Eiríkssonar1). Var hún þar það sem eptir
var vetrarins. En um vorið fór hún heim að Nauta-
búi og hóf á ný að búa með Jóni karli sínum, er þá
var tekinn fast að eldast.
Þetta sama vor, 2. júní, gekk Hallgrímur að eiga
Arnbjörgu. Næstu íjrin á undan hafði klæðasnið
manna, og þó einkum kvenna, breyzt, og kölluðu
menn það nýja móð. Hendu hinir eldri gaman að
sparifatatreyjum stúlkna, og höfuðbúnaði. Ortu
sumir all-kýmnislega um þetta, og þar á meðal Hall-
grímur. Hafði hann kveðiö brag um búninginn og
ýmsa nýbreytni og kallaði Nýjamóðsrímu2). Byrj-
aði hún þannig:
1) Var víg'ður 6. apríl 1828, aðstoðarprestur séra Magn-
úsar prests í Glaumbæ, Magnússonar, en 10 árum síðar var
séra Jóni veitt Undornfell í Vatnsdal.
2) f kvæðahrafli Hallgrims, sem nú er i handritasafni
Lbs. (167 8vo.) kallar hann þetta kvæði: „Ríma gamla og
nýja móðs“. En Nýjamóðsrímu kallaði almenningur vis-
urnar, og því nafni er kvæðið nefnt í Fræðimannatali Ein-
ars Bjarnasonar á Mælifelli (Lbs. 546 4to.).