Blanda - 01.01.1928, Page 330
324
Höfðu gárungar allgaman af, og eigi sízt Hallgrím-
ur sjálfur; bárust vísurnar um alla sveitina, einkum
þó af þeirri sök, að átt var við sparibúning vissrar
konu, er þótti sundurgerðarleg í klæðaburði. En þá
brá svo við, að stuttu fyrir giptingu sina keypti Hall-
grímur búning þann, sem kýmnin var kveðin um,
og lét Arnbjörgu skrýðast honum, á sjálfan brúð-
kaupsdaginn. Jók þetta enn á skemmtun manna, þeg-
ar allt skensið snerist gegn Hallgrimi sjálfum.
í brúökaupið hafði hann boðið Nautabús-hjónum,
þeim Jóni og Sigríði, en hvorugt þeirra kom í veizl-
una. Reisti Hallgrímur bú á Lýtingsstöðum sama
vorið (1832), en hafði part af Nautabúi með það ár.
IV. Hallgrímur sóttur til Sigurðar.
Stefán hét maður, Helgason. Hann var smiður og
bjó í Húsey í Hólmi. Þá bjó í Krossanesi Sigurður1)
hreppstjóri Jónsson og var hniginn að aldri. Var
honum stundum laus höndin við hreppsbúa sína, og
fór í vöxt með aldri, því að þá gerðist hann óstillt-
ari en áður og deilugjam; hafði hann ávallt þolaö
mótmæli afarilla.
1) Dó 29. júlí 1846. Hann var sonur Jóns Egilssonar
á Reykjum, á Reykjaströnd, Ulugasonar, SigurSssonar prests
á AuSkúlu, er beinbrotinn fannst viS Svínavatn (1657)-
Jón var sakaSur uin líkahvarf StaSarbræSra og varS úr
jjví langt og þvæliS málastapp. Lenti SigurSur í því máb,
en var sýknaSur. Um SigurS er ritaS í þætti Grafar-Jóns
og StaSarbræSra, Æfisögu Gísla KonráSssonar, Skagfirð-
ingasögu o. fl. ritum. Hann fóstraSi Jón Hallsson frá Geld-
ingaholti, er síSar varS prestur og loks prófastur í Skaga-
fjarSarsýslu. Sonur Jóns prófasts var SigurSur óSalsbóndi
á ReynistaS, faSir Jóns, núverandi alþingismanns Skag-
firðinga.