Blanda - 01.01.1928, Page 336
33°
þeirra, aÖ ekki komust sættir á meÖ þeim og hún
næði peningum sínum. Skildu þau við svo búið og
voru bæði mjög reið og gremjufull.1)
VII. Frá sama máli.
„Nú tók Sigríður það ráð, að biðja Tómás Tómás-
son á Sævarlandi2) í Laxárdal, er fyrrum var hrepp-
stjóri í Lýtingsstaðahreppi, að lögsækja Hallgrim um
skuldina og tókst hann það á hendur, en sem Lárusi
sýslumanni3) var tjáð frá málatilbúnaði, þóttu hon-
um sáttagerðartilraunir ei svo eptir lögum, sem hann
vildi og þyrfti. Kvað hann Jón bónda hafa átt að
vera fyrir því að kalla skuldina að Hallgrimi, en
ekki Sigríður húsfreyja. Réð sýslumaður, að stefnu-
lag væri gert að nýju við Hallgrím. Riðu þau þá,
Jón og Sigriður, út að Hafsteinsstöðum, á fund
Gísla prests Oddssonar.4) Kona hans var Agnes
1) Allur þessi kafli er svo nákvæmur i frásögn um
sáttafundinn, að líkast er því, sem heyrnarvottur hefði
skrifað. Mátti þetta greinilega vita Einar Bjarnason, heim-
ilismaður á Mælifelli (eða sáttamaður?), sem eflaust hef-
ur verið viðstaddur þref þeirra Sigríðar og Hallgrims.
2) Tómas var lengi á Nautabúi i Tungusveit, svo a
Sævarlandi og loks á Hvalnesi á Skaga. Móðuramma hans
var Þórný Gísladóttir, móðir Jóns hreppstjóra á Bessa-
stöðum Oddssonar. Dóttir Jóns og Guðrúnar Jónsdóttur
frá Reynistað, konu hans, var Guðrún, dóttir hennar var
Maria móðir Jóns Björnssonar, fyrrum hreppstjóra og bónda
á Ögmundarstöðum (d. 18./S. 1926).
3) Thorarensen, — tók hann við sýslunni eptir Espólin
1826.
4) Séra Gisli var sonur séra Odds prests á Miklabæ
Gíslasonar, og er ætt sú alkunn. Séra Gisli þótti enginn gáfu-
maður, en matmaður var hann hinn mesti og eru til sma-
sögur um áthreysti hans.