Blanda - 01.01.1928, Page 337
33i
Bjarnadóttir (prests á Mælifelli), hálfsystir SigríS-
ar. Var þá Gísli prestur sáttagerÖannaSur i SauÖár-
hreppi1) og meÖ honum Bjami Þorleifsson bóndi
á Reykjum á Reykjaströnd.
Stefndi nú Jón Hallgrími á tilteknum tíma og sagði
að Gísli prestur væri í sáttagerðinni, þar þeir ættu
sína systurina hvor, hann og Jón bóndi. LagÖi þá
Bjami bóndi þaÖ ráÖ, aÖ þeir Jón og Hallgrímur
skyldu handsala tveimur mönnum aÖ dæma þeirra
á milli um þrætu þessa, og áttu þeir sinn manninn
aÖ kjósa til hvor. Kaus þá Jón bóndi Jón Eiríksson
prest á Brekku, en Hallgrímur Jón prest Reykja-
lin. LeiÖ svo fram um lestatíma og hittust þeir þá
prestarnir, sem ákveðið var. Gátu þeir ekkert að
gert til sátta, því að langt bar á milli, hvað hvor
þeirra vildi vera láta. Fylgdi Reykjalín betur og
viturlegar máli Hallgríms, heldur en Jón prestur Ei-
ríksson þeirra á Nautabúi. Skildu þeir nafnar svo,
að hvergi var nær sáttum en áður. Nú ráðlagði Tóm-
ás á Sævarlandi, að fá til Jónas í Álptagerði, son
Jóns Bjarnasonar, er þar hafði búið, að ganga í
deilu þessa, vegna Sigríðar, og veikst hann undir
það. Hann var drjúghygginn maður, ráðsettur og
staðlyndur. Áttu þeir marga samfundi, Reykjalín
prestur og Jónas, og ónýtti Jónas jafnan undanbrögð
og flækjur Hallgríms og Reykjalíns. Lagði þá Gísli
prestur á Hafsteinsstöðum nokkuð það til, er að óliði
mátti koma Jónasi við málssóknina, og furðaði þá,
er til vissu, að hann skyldi það gera2), þar sem
Hallgrímur hafði þó áður óvirt hann, en hvorki lög-
1) Fyrir fáum árum var SauSárhreppi skipt í tvo hreppa:
Sauðárkrókshrepp (þ. e. kauptúnið með SauSá) og Skarðs-
hrepp, sem er hinn forni Sauðárhreppur.
2) Það kemur viða fyrir, að höf. sleppir að greina frá