Blanda - 01.01.1928, Síða 338
332
skylda né önnur nauÖsyn dró þó prest til þess.“ —
-----AÖ lokum náðist það samkomulag „með Jón-
asi og Jóni presti Reykjalín, að þeir skyldu hand-
sala þrætu þessa til umdæmingar einum manni, og
nefndi Jónas ýmsa til, en þó helzt Sigurð í Krossa-
nesi, en Reykjalín prestur kaus Bjarna* 1) á Sjávar-
borg, bróður Jónasar ,og gekk hann í vanda þann
og kvað, að Hallgrímur skyldi borga peninga-
skuldina; líkaði 'nvorum tveggja sú gerð illa; vildi
Hallgrimur ekkert af hendi láta, en þau á Nauta-
búi vildu hafa alla skuld sina; þó sáu þau, að ei
mundi annað hlýða, en láta svo búið vera, því Hall-
grimur var kominn í skuldir og eytt fé hans“. —
Ekki samdi þeim mjög (vel), Hallgrími og Reykja-
lín presti; þrifu þeir stöku sinnum saman2) um vet-
urinn, og mátti Hallgrímur meira, neytti hann þess
og fór illa með prest, svo á honum sá, og helzt einu
sinni; var þó prestur í það skiptið við hann saklaus.
Vildi því ei prestur láta hann búa lengur i Fagra-
nesi og vísaði honum burt. Fékk nú Hallgrímur part
af Hjaltastöðum, hjá Sölva presti Þorkelssyni“.
[Flutti hann sig þangað vorið 1834, ásarnt Arnbjörgu
þeim atvikum, sem inn í mál þetta hafa dregizt, er oröiö
hafa Hallgrími að einhverju leyti til málsbóta.
1) Bjami Jónsson á Sjávarborg var mikilhæfur maður
á marga lund; hann var t. d. að taka orðlagður skotmað-
ur, og hafa myndazt um hann þjóðsögur. Meðal barna hans
var Þorsteinn bóndi í Litlu-Gröf á Langholti, forsöngvari
sveitkunnur á sinni tíð, og þrekmikill dugnaðarmaður en
drykkfeldur. Átti hann fjölda barna.
2) Líklega er þetta rétt, því að báðir voru þeir drykk-
felldir, og var það alltítt á þessari öld, að bróðernið fór
út um þúfur, þegar ,„flaskan“ var annarsvegar. Hallgrím-
ur var hraustmenni og trúlegt, að prestur hafi ekki stað-
izt ltann.