Blanda - 01.01.1928, Síða 343
337
aÖ því, en hann hafði í vöflum við Gunnar hrepp-
stjóra á Skíðastöðum1), um faðemi bamsins.
Bar og það við, að fávita stúlka, er Sigríður hét,
á fertugsaldri og átti heimili á Árbakka á Skaga-
strönd, og var þar niðurseta hjá Árna bónda Ólafs-
syni, fæddi barn. Duldi hún um faðerni barnsins í
fyrstu, en sagði síðar, að Hallgrimur hefði komið
í rúm til sín um nótt, þá hann hafði gist á Árbakka.
Kvaðst hún hafa ætlað að hljóða, en hann hefði
tekið fyrir munn sér og stungið upp i sig stórum
sykurmola.2) Hræddist hún hann mjög og fældist,
ef hún vissi hann nálægan, en óttaðist ei aðra menn.
Þingaði sýslumaður (Björn) Blöndal um báðar þess-
ar faðernislýsingar á Hólaneskaupstað litlu fyrir vet-
urnætur.3) Var sýslumaður heldur erfiður Hallgrími,
en hann bar af sér um öll afskipti af þeim báðum.
Urðu þó ei allar sagnir hans vel samhljóða hver
annari. En Sigríður4) sagði fyrir rétti, að Hallgrim-
ur hefði hótað sér bana, ef hún segði nokkrum frá
1) Gunnarsson, Guðmundssonar. Gunnar var atorku-
maður mikill, vörpulegur á velli og ýmsum foringjakostum
búinn.
2) Enn bætir Skagf.saga því hér við, að Hallgrímur
hefði hótað Sigríði bana, ef hún segði nokkrum frá vin-
góðum skiptum þeirra.
3) 6. okt. 1840.
4) Sigríður þessi var Vigfúsdóttir, og fæddi hún barn-
ið 10. júní 1840. Er hún þá talin i réttarprófunum 35 ára.
Prófin sýna, að hún hefur verið fábjáni; voru vitni leidd
um það, að hún hefði aldrei getað lært kristindóminn eða
nokkra hendingu í ljóðum, og að hún hefði „hvorki getað
lært að prjóna, spinna, bæta bót eða þjóna sjálfri sér,“ en
hafi verið með eptirliti „notuð til að moka fjós, bera út ösku,
vinna á túni og þurka og raka hey.“ Fremur sönnuðu vitn-
in sögu Sigríðar.
Blanda IV.
22