Blanda - 01.01.1928, Page 348
342
]>au hjónin fyrir því mótlæti, að missa Herdísi, dótt-
ur sína. Dó hún 15. marz 1847 °S var þá 14 ára
gömul, einkar efnileg stúlka og yndi foreldra sinna.
Undi hann nú ekki lengur dvöl sinni þar í dalnum
og réðst til Skagaf jar'Sar aÖ nýju. Fékk hann sér
húsaskjól á HafsteinsstöÖum og hafði lítiÖ um sig.
Þvarr honum nokkuð kjarkur þessi erfiðleikaár, en
lét þó furðu lítið á bera. Fékkst hann mikið við lækn-
ingar öll þessi ár, og jafnvel jókst það starf hans.
En nú vildi hann enn reyna að hokra við búskap,
ef kostur væri á einhverju koti. Tókst honum að fá
nokkurn hluta til byggingar af Varmalandi í Sæmund-
arhlíð og settist þar að vorið 1850. En skepnur átti
hann sárfáar, enda er kot það lítið einum til ábúð-
ar, hvað þá fleirum. Þangað mun hann hafa tekið
til sín Hallgrím, dótturson sinn, en frá honum verð-
ur síðar sagt meira.
Gísli, sonur Hallgríms, hafði hafzt við í ýmsum
stöðum, eptir að hann fór frá föður sínum, fyrir
fermingu. Þótti hann efnismaður og var kominn yfir
tvitugt, er hér var komið sögu. Nokkuð hafði hann
verið til sjós, og veturinn 1847 var hann ráðinn sem
háseti á þilskip mikið, sem Jón bóndi Bjamason1)
í Eyhildarholti (Egildarholti) hafði keypt, og bjó
út með miklum kostnaði til hákarlaveiða. Sparaði
hann ekkert, til þess að veiðiför sú heppnaðist vel,
og var mannval mikið á skipinu. Þar á meðal var
Jón, sonur Jóns er skipið átti. Var mikið rætt um
þetta stórvirki Jóns, er þá þótti vera, og töldu menn
skipið „fært í flestan sjó“. Um mánaðamót marz
1) Þorleifssonar á Hraunum í Fljótum. Jón var áhuga-
samur framfaragarpur. Segir mikið af honum í Æfisögu
Gísia Konráðssonar, og sést aS hann hefur verið fágætlega
dugiegur og fastlyndur maður.