Blanda - 01.01.1928, Page 349
343
og apríl þennan vetur voru ve'ður hörð og frjósandi.
Þá var það, að menn ræddu, sem optar, um tíðarfariS
og sögðu, a'ð bráðum mundi batna. Hallgrímur mælti
þá: „Eptir á það að drepa Eyhildarholtsjaktina."
Einhver svaraði þá og sagði: „Það ferst eitthvað
fyrri en hún.“ „Fátt er feigara en hún,“ mælti Hall-
grímur nokkuð svo stutt, og sleit svo því tali. En
fáum dögum1) seinna fréttist, að skipið hefði farizt
með öllu, sem á var, viku undan Strandarhorni. Þótti
mönnum nærri fara spá Hallgríms, þegar slysið
fréttist.
Bróðir Hallgrims hét Jón. Sonur hans hét Krist-
ján, en móðir hans var Þórunn kerling, er vildi skera
sig á háls, þegar Maren, ekkja eptir Havstein kaup-
mann í Hofsósi, dó. Kristján var húskarl Nielsar
kaupmanns í Hofsós árið 1846. Sinnaðist þeim nokk-
uð um áramót (1846 og 1847) °S barði kaupmaður
á Kristjáni, svo á honum sá. Varð nokkur rekstur
út af þessu, og endaði með því, að kaupmaður galt
50 rbd. til Kristjáns fyrir barsmíð sína, sem hann
iðraðist eptir. Kristján átti í brösum við Jón Þor-
steinsson, sem búið hafði á Völlum í Hólmi. Og
fór Jón halloka í máli þvi. —
Dóttir Hallgríms hét Guðný. Hún átti piltbarn með
Sveini nokkrum vinnumanni Jóns prests Hallssonar
í Felli (síðar prestur í Glaumbæ, og prófastur í Skaga-
fjarðarsýslu). Drengur sá hét Hallgrímur, í höfuð
afa sínum, og var á fóstri með honum. Sveinn faðir
hans var óknyttaræfill. Stal hann í aprílmánuði
1847, ásamt Guðmundi (Bjarnasyni þjófs) og Gísla
nokkrum, peningum úr skattoli Jóns prests í Felli.
Og litlu síðar stálu þeir fiski frá húsbónda sinum.
1) Skipskaðinn varð 16. april 1847, og er það því óná-
kvæmt í Skagf.sögu, að telja þetta slys síðast í apríl.