Blanda - 01.01.1928, Page 350
344
Var peningastuldurinn talinn ioo spesíur, og voru
þeir kumpánar dæmdir til Brimarhólmsþrælk-
unar.1)
X. Hallgrímur flyzt að Miklagarði.
Hallgrímur tók nú fast að eldast, en þrátt fyrir
hrösula slarkæfi og ástvinamissi örvænti hann aldrei
um hag sinn. Og þreklund hans og lífsgletSi sigrað-
ist á öllum þruatum, sem á leið hans lögðust.
Á Varmalandi hokraði hann i 4 ár, en þá fluttist
hann enn að nýrri jörð, og leit þó út fyrir á tírna-
bili, að hann yrði vegalaus.
í Glaumbæjartúni efst og yzt var kotkríli, sem
kallaðist Mikligarður. Þar settist Hallgrímur að vor-
ið 1854, með Guðnýju dóttur sina og Hallgrím son
hennar, sem þá var stálpaður.2) Hallgrímur sá ólst
upp hjá afa sínum og var hjá honum það sem eptir
var æfi Hallgríms eldra. Þá fór hann suður til sjó-
róðra nokkur vor, en var þess á milli fyrir norðan
i ýmsum stöðum, unz hann drukknaði syðra, með Jóni,
sem kallaður var koparkollur.
í Miklagarði endaði loks bústaðaflækingur Hall-
gríms, þvi að þar bjó hann búi sínu, smáu að vísu
— í 6 ár —, en þá lagði hann á „veraldarveginn
mikla“ og dó 26. jan. 1860.
1) Hér enda frásagnir þær, sem teknar eru eptir Skag-
firSingasögu. Það, sem sagt er um Hallgrím hér á eptir, er
eptir ýmsum öSrum heimildum, og þeirra þar jafnóSum
getið.
2) Eptir Ministerialbók Glaumbæjarprestakalls í Þskjs.,
þar er Hallgrimur talinn 68 ára, en er þá 67, og í Mann-
talsbók SkagafjarSarsýslu 1860 (i Þskjs.) er Guðný rang-
lega talin 45 í stað 43, sem rétt var.