Blanda - 01.01.1928, Page 351
345
Þá var prestur í Glaumbæ Hannes1) Jónsson; var
hann atkvæðalítill, en vinsæll af sóknarfólki sinu.
Messuföll voru þá fátíðari en nú á landi hér, og
i Glaumbæ var kirkja allvel sótt í þá daga. — Hall-
grímur sótti messur, þegar hann fékk tíma til, frá
bústörfum sínum og lækningum, en þeim hélt hann
áfram til dauðadags. Þess hefur áður verið getið,
að hann var söngmaður góður og raddmikill. Þá voru
ekki orgel í sveitakirkjum, en mönnum varð engin
skotaskuld úr því, að svara presti sínum i söng við
tíðagerðir,og völdust þá beztu raddmenn til að syngja.
Hallgrímur var sjálfkjörinn i sálmasönginn, þegar
hann kom. Og til marks um það, hvað fólk taldi
Hallgrím góðan kirkjugest, er þetta: Frá Miklagarði
að Glaumbæ er stuttur snertispölur, og þegar kirkju-
fólk (sem komið var til messu) í Glaumbæ, sá karl-
inn staulast á stað heiman að frá sér, rétt áður en
taka skyldi til, var eins og fagnaðarkliður færi um
hópinn og einn sagði við annan: ,,Nú verður sungið
i Glaumbæjarkirkju í dag.“ Hefur frá þessu sagt
Jón Björnsson, síðar bóndi á Ögmundarstöðum. Var
hann tvö ár í Glaumbæ, þau síðustu, er Hallgrímur
lifði, og mundi hann vel, enda kynntist honum
allmikið og þótti hann tilkomumikill og vörpulegur
á velli. Hafði og Jón opt orð á því, hvað Hallgrímur
hefði sungið vel og haft hreina rödd, eptir því sem
þá þekktist. Og mjög var honum minnisstætt, hvað
Hallgrimur var glaður og gamansamur. Lífgaði hann
jafnan upp í sinum hóp og vakti söng og gleði. Og
það sagði Jón fortakslaust, að eptirgreind vísa hefði
lýst Hallgrimi hárrétt, en hana orti Hallgrimur um
i) Um hann er Redd-Hannesarríma eptir Steingrím
Thorsteinsson, kveðin á prestsskaparárum séra Hannesar í
Breiðuvíkurþingum.