Blanda - 01.01.1928, Page 356
35°
þeir hitzt i Stafnsrétt, Hallgrimur læknir og Sigurt5ur
BreiÖfjörð. Hallgrímur var við öl, hvefsaði Sigurð
og kvað:
Breiðfjörð svartur, svipillur,
seggir mega það heyra.
Sigurður bætti við:
Bögu spúðu, bölvaður!
Ber þig að rugla meira.
Síðan kváðust þeir á. Sigurður var drukkinn mjög
og svo var hann nokkuð blestur í máli. Heyrðist
því minna til hans en Hallgríms, sem var raddmað-
ur mikill. Simon Dalaskáld segir sögu þessa. Má
vera, að rétt sé sagt, en því er þessa getið hér, að
Símon mundi Hallgrím og heyrði hann. Styður hann
því áðurgreinda lýsingu, hvað rödd og tiltæka skáld-
gáfu Hallgríms snertir.
XI. Taldar nokkrar lækningar Hallgríms.
Þess hefir opt verið getið, að Hallgrímur fékkst
mikið við lækningar. Það var þvi snemma farið að
kalla hann lækni, og í öllum skráðum og munnleg-
um frásögnum, er minnast á Hallgrím, er hann nefnd-
ur læknir. Og um það ber heimildarmönnum sam-
an, er sagt hafa mér frá Hallgrími, að hann hafi
lagt rækt mikla við það starf, enda heppnaðist hon-
um stundum að lækna þá sjúklinga, sem aðrir gengu
frá. Hann sparaði heldur ekkert til þess að afla sér
meðala, en þau voru torfengin á þeim tímum, og
þurfti opt að sækja þau til Akureyrar. Fór hann
stundum þær ferðir sjálfur, en þegar hann eltist,
fékk hann menn til að sækja þau. Þannig, t. d. að
taka, útvegaði hann sér mann í meðalaferð til Akur-
eyrar öndverðan vetur hinn síðasta, er hann lifði.