Blanda - 01.01.1928, Page 357
35i
Valdist til þess Jón Björnsson, sem áSur er nefndur.
Greiddist ferð hans vel og færSi hann Hallgrími
meSulin í nóvember 1859. En stuttu á eptir lagSist
Hallgrimur í lungnabólgu og dó 26. jan. 1860, sem
fyr segir. Var hann greptraSur í Glaumbæjarkirkju-
garSi og söng yfir honum Hannes prestur Jónsson1).
Hallgrímur var ekki smáskammtalæknir (hómópati) ;
meSalalækningar hans voru miklu víStækari en svo.
Og þó aS hann væri ólærSur, ber öllum saman um
þaS, aS hann hafi haft rnikla þekkingu á lækningum,
eptir því sem þá tíSkaSist. Var hans því opt vitjaS.
Þetta starf aflaSi því Hallgrími vinsælda, en þaS bak-
aSi honum einnig óvild hjá öfundarmönnum hans.
Sem dæmi má nefna þjark mikiS, sem varS milli
Hallgríms og Skaptasens læknis í Hnausum, þegar
Hallgrímur var á Stóru-Giljá í Þingi. Stefndi Skapta-
sen honum fyrir ólöglegar lækningar og var hald
manna, aS Skaptasen léki öfund á vinsældum hans
sem læknis. En niSur féll mál þaS aS lyktum, og
hafSi Skaptasen vansa einn af málinu.2)
Nú skulu til frekari sönnunar taldar fáar af lækn-
ingum Hallgríms, en langflestar þeirra eru gleymdar.
Þegar Jón Björnsson var í Glaumbæ lagSist hann í
taugaveiki. Hallgrímur var sóttur og lét hann fá meS-
ul, en jafnframt bannaSi hann stranglega allan mat,
1) Fæddur 15. apríl 1794, d. 31. okt. 1873.
2) Það segir Hálfdan Kristjánsson verkamaður á Sauð-
árkróki, að Hallgrímur hafi fært sér til varnar, aðallega
þrjá sjúklinga, sem hann hafði læknað, og aðrir læknar, þar
á meðal Skaptasen, gátu ekki bætt. Segir Hálfdan, að
Hallgrimur hafi sent beiðni, ásamt skýrslu um lækningar
sínar til konungs og fengið leyfi til þess að stunda lækn-
ingar. Hvernig sem mál þetta hefur verið, er það víst, að
það hefir ekki farið til landsyfirréttar, og ekki get eg
fundið nein skjalleg gögn um þetta.