Blanda - 01.01.1928, Page 362
356
dóttur, og er hans geti'ð hér framar í þættinum. Hann
er prýÖilega skáldmæltur maÖur og hefur minnis-
góSar gáfur. Systkin Hálfdanar voru 7, en a'Öeitis
tvær systur lifa: Margrét, fór til Ameríku, og Engil-
ráð, búsett á Siglufirði.
Jón, sonur Hallgrims bjó í ýmsum stöðum. Hann
mun hafa átt kvæðasyrpu Hallgríms með eigin hendi
hans, en hún brann, þegar Jón bjó í Hofsgerði á
Höfðaströnd. Hann átti nokkur börn; meðal þeirra
er Ingibjörg, gipt kona á Siglufirði.
Þó að ekki hafi náðst fyllilega sarastæð saga Hallgrims
lælniis, benda þó framanritaðar sagnir á baráttu þá, sem
góðir hæfileikar verða opt og einatt að heyja við fátækt
og flækingssöm lífskjör. Slíkir hæfileikar eru opt hrösun
háðir, /og svo hefur verið um Hallgrím framan af æfinni.
En þó að ferill hans hafi verið slarkkenndur með köflum,
hefur Hallgrímur þó verið gæddur þeim bjartsýna kjarki,
sem stöðugt leitar sér nýrra bjargráða, þegar vonafleyturn-
ar hrotna á baráttuskerjimum, ein af annari. — Slíkur
kjarkur á aðalstyrk sinn í léttri lund, og þeim skilningi á
erfiðleikunum, að þeir séu nauðsynlegir til þróunar and-
legri og líkamlegri orku mannsins. Lækningahneigð Hall-
gríms hefur og að sjálfsögðu opt veitt sigurgleði inn í sál
hans, einkum þegar hjálpin heppnaðist. — í kveðskap Hall-
grims má víða sjá, að honum hefur líkað vel við Bakkus,
enda var á þeim tíma alsiða, að æðri sem lægri leituðu
gleðiþorstanum svölunar í víninu og töldu sig þá vel veizlu-
hæfa, meðan áfengisáhrifin vöruðu. „Þar sem glóðu veigar
í góðra vina hóp, var Hallgrímur manna fjörmestur. Þa
lét hann fjúka í kveðlingum, „lamaði ólundina“ og „vakti
gaman“, eins og hann sjálfur segir í visunni: „Er mér
strönd. Hann átti Þórunni Guðmundsdóttur á Helgustöð-
um í Fljótum.