Blanda - 01.01.1928, Page 364
Nokkrar sagnir
um séra Hjálmar Guðmundsson á Hallormsstað.
fEptir handriti Péturs Sveinssonar frá Bessastööum í
Fljótsdal (f í Hamarsseli 1897) í eign minni. Séra Hjálm-
ar var fæddur i Miðhúsum í Biskupstungum 1779, sonur
séra Guðmundar Guðmundssonar, síðast í Reykjadal, kall-
aður hinn „prestlausi“ (f í Skriðu í Breiðdal 1828) og
konu hans Hólmfriðar Hjálmarsdóttur, systurdóttur Bjarna
landlæknis Pálss'onar. Séra Hjálmar var útskrifaður úr
Hólavallarskóla 1798, var síðan nokkur ár forstöðumaður
barnaskólans á Hausastöðum, vigður prestur að Kolfreyju-
stað 1815, fluttist þaðan að Hallormsstað 1833 og audaðist
þar 1. febr. 1861. Sonur hans var Gísli læknir, nafnkxmnur
ágætismaður (f 1867). Um séra Hjálmar eru margar sagnir
eystra, því að hann var mjög öðruvísi en fólk flest. Birtist
hér lýsing á honum, ásamt nokkrum sögnum, eptir mann, er
þekkti hann vel, en sumum þeirra hef eg orðið að sleppa,
því að þær eru naumast „á þrykk“ setjandi, vegna klúr-
yrða, er mundu hneyksla suma, þvi að séra Hjálmar var
hispurslaus í orðum. — H. Þ.]
Séra Hjálmar var tæplega meðalmaður á hæ'S,
en þrekinn og allur jafnbolur, mjög herðabreiður,
hálsstuttur og höfu'Sstór, ennið og yfirandlitið breitt,
nefið þunnt og fremur lítið, augun stór og gráleit,
en niðurandlitið fremur mjótt og lítið í samanburði
við efri hlutann, ekkert varaskegg eða vangaskegg,
en dálítið á hökunni, hafði úlfgrátt lubbahár, þykkt