Blanda - 01.01.1928, Page 365
359
og gróft, er stóS opt sitt í hverja áttina, því at5
ekki greiddi hann sér hversdagslega. Hann var gáf-
aður vel og hafði einkum gott næmi og minni, svo
að hann hafði upp utanbókar langa kafla, sem hann
hafði aðeins lesið yfir einu sinni. Hann var ofsa-
bráður í lund, en rann fljótt reiðin, og var bezt að
slá undan honum og samsinna með honum fyrst í
stað, og svo smáþoka sínu fram, og á þann hátt
gat maður optast fengið hann á sitt mál. Eg þekkti
vel þennan prest, því að eg var margan daginn hjá
honum. Gestrisinn var hann og þau hjón bæði;
var sérlega ræðinn og hafði mjög gaman af spilum
og tafli og sat opt við það á vetrarkvöldum eða
las sögur og kvað rímur. Skáldmæltur var hann
og orti rímur af Þorsteini Víking, og kvað opt er-
indi úr þeim á nóttunni, milli dúra. Hann hafði
dillandi og lipran róm, tónaði skemmtilega fyrir
altari, og var þá svipmikill í öllum messuskrúða.
Hann ræddi opt mikið um búskap, og talaði um
þau efni fram og aptur og út í æsar, og var svo
að heyra, sem honum fyndist, að fáir hefðu vit á
við hann í því, en þó gat hann aldrei búið sjálfur
svo að það væri nokkur búskapur.
Hann prédikaði optast nær blaðalaust, bæði inn-
an kirkju og utan, en nýja testamentið lá opt á
stólbríkunum hjá honum, og marga grein las hann
úr Postulanna gerningum. Einkum var honum opt
tíðrætt um Pál postula; „þetta segir Páll aldeilis rétt,
aldeilis satt, aldeilis víst o. s. frv., og ekki þóknað-
ist þeim góða guðsmanni Páli að hafa það svo.“
Einu sinni lagði hann mikið út af náungans kær-
leika; þá segir hann, þegar hann er búinn að pré-
dika nokkuð: „Þarna er maðurinn, sem hefur ná-
ungans kærleika, og hefur líka sýnt hann í mörgu,
það er hann Sigurður bóndi á Freyshólum.“ Það