Blanda - 01.01.1928, Page 366
3<5o
sögÖu menn, aÖ honum hefÖi hætt viÖ á stundum
að snei'Öa að einhverjum í kirkjunni, annaðhvort
með eða móti. Eg var nokkrum sinnum í kirkju
hjá honum, en ekki heyrði eg það á prédikunum
hans, sem voru nokkuð sundurlausar og ekki á-
hrifamiklar, svipaðar því sem gamlir prestar kenndu
þá. — Einu sinni átti hann að fara að gefa sam-
an hjón i kirkjunni, og segir meðhjálparinn við
hann, þegar velja átti sálminn fyrir hj ónavígsluna,
hvort ekki ætti að syngja sálminn: Heimili vort og
húsin með. „Nei, hann er alltof góður,“ segir prest-
ur. — Einu sinni var hann boðinn í erfisdrykkju
Guðrúnar Gunnlaugsdóttur prests frá Hallormsstað.
Séra Vigfús Guttormsson var þá aðstoðarprestur
í Vallanesi, og átti að syngja hana til moldar, og
hélt einnig fagra og áheyrilega líkræðu, en þá er henni
var lokið, gengur séra Hjálmar að kistunni og byrjar
sina ræðu og segir: „Guðrún sálaða var enginn engill,
þvi að hún var holdlegur maður, getin og fædd í synd-
inni, eins og vér erum allir.“
Þá er séra Hjálmar var prestur á Kolfreyjustað,
ólst upp hjá honum stúlka, sem Sigríður hét, og
var lengi hjá þeim hjónum. Einhverju sinni þótti
presti eitthvað við Siggu sína, og var þá staddur
á hlaði úti og segir: „Stattu við Sigga, eg þarf að
strýkja þig,“ en hún hleypur á burt og stefnir á
blauta forarmýri, sem var með dýjum og rotaug-
um. Prestur á eptir, og biður Siggu bíða, hann
þurfi að strýkja hana, en nú fór ver en skyldi,
því að prestur lenti á kaf ofan í eitt dýið upp
undir hendur og hrópar nú á Siggu sína og biður
hana að hjálpa sér upp úr dýinu. Hún hleypur hið
skjótasta honum til hjálpar, og var með herkjum,
að hún gat dregið prestinn upp, því að hann var
þungur. Svo róluðu bæði heim aptur, sátt og sam-