Blanda - 01.01.1928, Page 368
362
föSur sínum séra Hjálmari, þá reif hann niíSur
mikið af bænum, því aÖ hann var víst orðinn frem-
ur hrörlegur. Þá er búið var að reisa búrið vildi
Gísli læknir láta krossreisa það með sperrum, en
séra Hjálmar vildi hafa kálfa í sperrunum, og þama
jöguðust þeir, því að sitt sýndist ávallt hvorum, en
prestur var ofsabráður og lét trautt undan, og mælti
jafnan í móti svo sem hann gat. Gísli læknir hafði
þá víða farið og séð byggingar utanlands og innan,
og dugði presti því ekki að hrekja skoðanir hans
og varð ráðalaus, en segir samt: „Kristján kongur
4. byggði og lét byggja og það stóð og stóð frá
eilífð til eilífðar." „Hafði hann þá kálfasperrur ?“
spyr Gísli. Því gat faðir hans ekki svarað og gekk
burtu.
Einu sinni sem optar fór séra Hjálmar í kaup-
staðarferð og ætlaði til Eskifjarðar, en lenti um
kveldið á Mýmm í Skriðdal, hjá gamla Sigurði
bónda Eiríkssyni og beiddist þar gistingar. En um
morguninn, þegar séra H. er klæddur, gerir hann
Sigurði boð, að hann vilji finna hann, og er Sig-
urður kemur, segist prestur ætla að biðja hann bón-
ar og treysti honum til að ljá sér mann norður í
Hallormsstað, sér hafi gleymzt að biðja hann Bjarna
sinn um áríðandi hlut, áður en hann fór. Sigurður
kvað það sjálfsagt; maðurinn fór og Bjarni kemur
aptur með honum að Mýrum. En svo var ástatt á
Hallormsstað, að prestur hafði rifið baðstofu sína,
sem Gísli læknir sonur hans lét byggja og setti nú
á hana heilan birkirapt úr skóginum, nfl. 4 gólf.
en 2 vom með reisifjöl, og var nýbúið að láta þak
á hana, þegar prestur fór. Nú segir prestur við
Bjarna sinn, er hann kom: „Eg gleymdi því, Bjami
minn, að biðja þig að setja strompinn á baðstof-