Blanda - 01.01.1928, Page 370
364
er komplimentalaus skratti og get bor'ðaS þaS á leiÖ-
inni í mylnuna."
Einu sinni fór séra Hjálmar meS alla vinnumenn
sína á annan í páskum í vegaruÖningu inn í klifin
fyrir utan Gilsáreyri.
Eitt sinn fór séra Hjálmar i kaupstaÖ á SeyÖis-
fjörÖ um hausttima, og er hann fór heimleiðis þaÖ-
an, gisti hann í Fjarðarseli hjá Tómasi bónda og
GuÖnýju konu hans, ásamt fleiri mönnum. Karl-
skepnunni varÖ þá svo bumbult, aÖ hann skrepaði
fulla brókina, og kallar nú til Guðnýjar, og biður
hana að skafa úr brókum sínum. Hún brá strax
við, og mælir hátt: „Og himnesk náðin, Jesús góð-
ur hjálpi yður, ósköp voru þetta.“ „Vertu nú ekki
aÖ neinum bænalestri/1 segir prestur, „taktu fyrst
bes... og skafðu hann.“
Kafli úr hjónavígsluræðu.
Á fyrstu prestskaparárum séra Hjálmars, er hann
var á Kolfreyjustað, bjó á Kolmúla, þar í sókn,
bóndi sá, er Jón hét Halldórsson, ættaður sunnan
úr Biskupstungum. Hann var kvæntur Guðnýju
(f 1826) Hallsdóttur, frá Geithellum í Álptafirði,
Jónssonar ,og áttu þau dóttur, er Ásdís hét, sem
fædd var á Geithellum um 1797. Þá er hún var
tvítug að aldri (1817) átti hún barn í lausaleik með
ótíndum dreng, Arngrími nokkrum Jónssyni, er ver-
ið hafði vinnumaður hjá foreldrum hennar á Kol-
múla. Það barn, Gissur að nafni, dó ungt. En
svo átti Ásdis í marz 1820 annað barn með þessum
sama strák, hét einnig Gissur og mun hafa dáið ungt.
Hefur þetta þótt allmikil hneysa fyrir Ásdísi, og