Blanda - 01.01.1928, Page 371
365
þá var það, að séra Hjálmar rita'ði í prestsþjónustu-
bókina (í tveimur samhljóða samritum) svo látandi
athugasemd: „NB. Þetta brot er í 1. sinn framið
með ófermdum og lögfelldum, nú aptur í 2. sinn
með frá sakramenti vísuðum og að maklegleikum
alltaf illa ræmdum og [illa] siðuðum strák.“ Rúmu
ári síðar (23. ágúst 1821) dó Jón i Kolmúla, faðir
Ásdísar, en hún giptist 22. sept. 1822 Indriða Hall-
grímssyni skálds frá Stóra Sandfelli í Skriðdal Ás-
mundssonar, og var hann bræðrungur við séra Ólaf
Indriðason, en móðurbróðir séra Sigurðar prófasts
Gunnarssonar i Reykjavík. Var Ásdís þá komin <■
langt á leið að fyrsta barni þeirra Indriða, Hall-
grími, er fæddist 2. des. s. á. (1822). En þá er
séra Iíjálmar gaf þau Indriða og Ásdísi saman í
sjálfri embættisgerðinni, í Kolfreyjustaðarkirkju (22.
sept. 1822), er mælt, að hann hafi talað á þessa leið
til brúðarinnar í vígsluræðunni:
„Þú ert af góðum ættum og varla þó, því þó
auður væri í Kolmúla, þá var einn lösturinn, sem
spillti öllum kostunum, en hann var sá, að barna-
uppeldið var bölvað, og þú áttir1) barn með þeim
liðilegasta strák, sem fást kunni í nálægum sveit-
um. Svo léztu ekki þar með búið, heldur féllstu með
þínum tilkomandi ektamanni, sem sýndi, að þið vor-
uð bæði heimsk og illa vanin. Það er ekki þar fyrir,
að nú lætur hver dárinn sér að kenningu verða að
eiga barn, allt eins og það sé mesti kjörgripur manns-
ins, góðhestur eða góð kýr.“ Loksins tók móðir2)
stúlkunnar í hana og sagði: „Sittu ekki undir þessu
1) Hér á líklega aS standa „tvisvar".
2) Leiðrétt fyrir „faðir“ í sögninni, sem er mishermi,
þvi að faðir Ásdísar var þá látinn, sem fyr segir, og hefur
það því verið móðir hennar, sem hnippti i hana.