Blanda - 01.01.1928, Page 374
368
lestin kom heim, þá fréttist það, a'Ö Pétur sonur
hans hafÖi farizt um sumarið.1)
ÞaÖ er sagt, aÖ eitt sinn kom Brynjólfur læknir
út um morguntíma; þá var föl á jöröu, og sér lækn-
ir þá, aÖ menn höföu fariÖ hjá um nóttina meÖ æki.
Hann gengur aÖ og lítur á förin og mælti: „Þetta
eru feigra manna för, já, bráÖfeigra." Þetta var orÖ
og aÖ sönnu. ÞaÖ höföu fariÖ 2 menn meÖ æki á
Lagarfljót og drukknuðu báÖir.
Jón, sonur Brynjólfs læknis, var prestur2) á
Dvergasteini, og þótti hann forspár, eins og faðir
hans. ÞaÖ var einu sinni, aÖ faÖir minn sálugi3) var
í kaupstað meÖ fööur sínum. Hann var þá eitthvaÖ
12—-13 vetra. Hann sagðist hafa haft hatt á höfðinu,
og gekk þar eptir plássinu; sagÖist hann hafa mætt
séra Jóni. Hann sagði, að séra Jón hefði gengið til
sín, og lypt upp hattinum, sem hann hafði, og horft
í augun á sér og sagt: „Á, ert það þú, hnokkinn þinn,
sem átt að setjast í sætið hans Jóns Brynkasonar ?“
Faðir minn sagðist ekki hafa hugfest þetta svo sér-
lega, en þetta hefði rifjast upp fyrir sér, þegar hann
var orðinn prestur á Dvergasteini.4)
1) Pétur drukknaSi á Beruíirði sumarið 1798.
2) Hann var aS eins aSstoSarprestur, dó 1816, var mikill
drykkj umaSur.
3) þ. e. séra Ólafur IndriSason á KolfreyjustaS (f 1861).
4) Séra Ólafur var einmitt aSstoSarprestur séra Saló-
mons Björnssonar frá 1823—1833, eins og séra Jón Brynj-
ólfsson hafSi einnig áSur veriS, en séra Sigfús Árnason
var þar næstur eptir séra Jón (1818—1822).