Blanda - 01.01.1928, Síða 379
373
fyrir þeim vera. Til þess er því að svara, að sagnir þessar
hef eg að visu ekki heyrt áður, en hinsvegar virðist einhver
fótur fyrir þeim vera, þótt þær séu ef til vill eitthvað orð-
um auknar. Það er áreiðanlegt, að séra Jón lét höggva á
stein grafletur bæði yfir sig og konu sína (Helgu Jónsdótt-
ur). Var það á latinu og er birt í Prestaæfum séra Jóns
Konráðssonar (í handriti) ásamt íslenzkri þýðingu eptir
séra Jón Þorv., sem þó hefur líklega ekki verið höggin á stein-
inn. Sú þýðing er þannig: Hér | hvila hjón | júbilkenn-
ari j séra Jón Þorvarðsson | 84 ára gamall | og hans hús-
trú j Helga Jónsdóttir | 85 ára | Foreldrar 4 kennimanna |
og 9 barna alls, lífs og liðinna | Loksins þreytt þáðu I þessa
gröf fegin | 1846—7. | Af þessu sést, að grafletrið er gert
einmitt um áramótin 1846—1847, þá er séra Jón var enn
ekki fullra 84 ára (fæddur 20. febr. 1763). Það lítur því
helzt út fyrir, að séra Jón hafi samið grafskript þessa réttu
ári fyrir andlát sitt, eða síðasta nýársdaginn, sem hann
lifði (1847), og vel sennilegt, að hann hafi látið þau orð
falla, að hann lifði ekki næsta nýársdag, og yrði því ekki
nema 84 ára gamall, næði ekki 85 ára aldri, og að af þess'u
hafi sú sögn myndazt, að hann hafi beinlínis sett dánardag
sinn á grafskriptina. En það er víst, að hann andaðist að-
faranótt nýársdagsins 1848, og þess vegna er lát hans sum-
staðar talið ranglega til ársins 1847. Það má þvi segja, að
þessi forspá séra Jóns sé að vissu leyti staðfest með góð-
um heimildum. Ekki er þess getið í Prestaæfum, að séra
Jón hafi verið blindur síðustu árin, heldur sagt, að hann
hafi haft „rétt góða sjón“, en það skiptir minnstu í þessu
sambandi. Helga kona hans andaðist 11. júlí 1S46, 85 ára,
svo að hún hefur verið látin, er grafskriptin var gerð. '
Séra Jón var annars merkur prestur á margan hátt, o'g
fágætt þótti, að hann kenndi sjálfur 4 sonum sínum (séra
Jóni Reykjalín, séra Ingjaldi og séra Friðriki) allan skóla-
lærdóm undir burtfararpróf, en hinum 4. (séra Þorvarði)
undir skóla.
12. febr. 1931.
H. Þ.