Blanda - 01.01.1928, Side 391
385
á sama þingi tilbauð sig skriflega í allan billegan máta að
gera umbreyting á ástandi sínu. Eg var og svo heimskur,
aS eg þóttist gera sveitarmönnum þénustu meS því, aS taka
heldur til kaupamanns sveitarmanninn, sem á fyrir ómög-
um aS sorga, en menn úr öSrum sýslum. Vona því réttur-
inn vorkenni þessu fáfræði mínu1 2), svo eg komist af saklaus
fyrir þessa Þ(orsteins) vikuveru. En hvaS hans vetrarveru
áhrærir á Melum, þá var hann kominn þar inn, áSur en
hreppstjórinn, J(ón) A(rason), fyrirbauS mér að hýsa nokk-
urn lausamann í haust, og jafnvel, þótt Þ(orsteinn) hefði
ekki mitt fullkomið leyfi til sinnar þarveru, þá þorSi eg
þó ekki — fyrst eg í fyrstu hafSi ekki harðlega bannað
honum kofann, sem hann hefur f verið — aS bera hann, og
þaS honum við kom, út um vetrardaginn, án dóms og laga,
því eg var ekki svo skynsamur, að eg vissi, hvort mér væri
óhættara aS liða Þ(orstein) í kofunum í óþakklæti mót
þessu forboði eður bera hann út dómlaust, og vita þó ekki,
hvort eg hefði getað það. Vænti eg því, sök mín muni bæri-
leg verða, þar eg hvorki hef heimilað Þ(orsteini) neíndan
kafa, því eg átti ekki heldur með hann, né vissi, hvað eg
skyldi úr ráSa, þegar hann var þar inn kominn. Eg vil
ástunda aS finnast réttarins auðmjúkur þénari.
Guðmundur Nikulásson.
En vörn þessi e?5a afsökun varÖ bóndagarminum
aÖ engum notum, því að á Ballarárþingi, 4. apríl
1778, var Guðmundur dæmdur, og segir svo um þetta
í þingbók Magnúsar sýslumanns þá (í Þjskjs.) :
„GuÖmundur Nikulásson á Melum hefur enga gilda af-
sökun framfært á móti hreppstjóranna stefnu og ákæru, því
skyldu bændur sjálfir heima í baðstofu sinni mega dæma
um hreppstjóranna skipanir, mundu þeir seint finna þær lög-
legar. Skal því GuSmundur fyrir sina óhlýSni betala hálfa
mörk verðaura1), innan mánaSar, undir aðför, hálft kongi,
en hálft hreppstjóranum, Jóni Arasyni."
1) Svo.
2) Mun samsvara 60 kr. sekt eptir núgildandi peningaverði.
Blanda IV. 25