Blanda - 01.01.1928, Page 394
388
A ð a 1 m á 1 i ð.
Aðalmálið hófst með réttarrannsókn — að Mið-
koti í Út-Landeyjum 23. júlí 1861 — Magnúsar
Bjarna Blöndals, sem þá var settur sýslumaður í
Rangárvallasýslu. Mál þetta nefnir sýslumaður:
„að rannsaka, að hve miklu leyti Ólafur heitinn
Gcstsson bóndi hér á bæ, er andaðist 19. þ m. hafi
liðið ofríkisfulla meðferð af Jóni Runólfssyni i
Bakkakoti þann 6. s. mán., samt hvort dauði Ólafs
hefði getað orsakazt þar af.“
En Sigurður bóndi í Miðkoti, sonur Ólafs heitins,
hafði kært þetta munnlega fyrir sýslumanni, og kraf-
izt rannsóknar, þá er umtalið um mál þetta „var orð-
ið héraðsfleygt."
Þingað var opt í máli þessu, leidd um 20 vitni, og
13 þeirra látin festa með eiði framburð sinn — þar
með sóknarpresturinn séra Sveinbjörn Guðmundsson.
Eptir þessum vitnisburðum kom í ljós, að J. R. fékk
orð fyrir frekju og illindi undir áhrifum víns, en
meinhægur þess utan. Séra Sveinbjörn bar það, að
áður en þetta mál hófst, hefði hann verið kvaddur
til sáttagerða í öðru „slagsmáli“ Jóns. Á heimili hans
lá og frekju orð og nágrannakritur. Segir svo í dómi
síðar: „Öll vitnin eru samdóma í því, að Runólfur,
kona hans og börn séu mjög illa kynnt að yfirgangi
og frekju við nágranna og skepnur þeirra, og hafi
opt verið mikil brögð að óvild þess við fénað ná-
búanna."
Daginn, sem efni til máls þessa hófst, 6. júlí, fór
J. R. um marga bæi í Út-Landeyjum, og bað um
brennivín. Fékk hann á sumum þeirra 1 eða 2 staup,
og á flösku hjá Sigurði á Skúmsstöðum. Fjórum
sinnum kom hann að eða fór um i Miðkoti, og reið
þá eitt sinn þar inn í kálgarðinn (hafði þó áður ver-
ið keyptur fyrir brennivínsstaup, til að gera það