Blanda - 01.01.1928, Page 395
3§9
ekki). Ólafur bóndi var þá aS reyta arfa i garðinum.
BiÖur hann Jón aS fara út og skemma ekki í garð-
inum. En er Jón sinnir því ekki, vildi Ólafur teyma
hestinn út. UrÖu ryskingar út úr þessu, og sló Jón
meÖ krepptum hnefa 3 högg í höfuöiö á Ólafi, vinstra
meginn. SigurÖur, sonur Ólafs, kom aÖ til þess aÖ
skakka leikinn. Flaug Jón á hann tvisvar sinnum, en
féll í bæði skiptin. Kona Sigurðar kom þá til hjálp-
ar, og var Jón bundinn á fótum lauslega, en haldiÖ
niðri aÖ ööru leyti. NáÖi hann hendi í hár Sigurðar,
og er konan vildi losa handtakið, reyndi Jón aÖ bíta
hana í hnéÖ, en náÖi aÖ eins stykki úr svuntu henn-
ar. Þegar Jón sefaÖist var honum sleppt, og fór hann
ferða sinna, en komst þó ekki heim um kveldið.
En frá Ólafi gamla árs) er þaÖ að segja,
að hann flúði frá Jóni inn í fjós. Og „svo sem
klst. eptir að Jón hafði barið Ólaf, varÖ honum illt
og fékk strax uppköst og óráÖ svo mikið, að hann
varla neitt skildist, og varð nærri því mállaus.“
Eptir þetta, sama kveldið, kom J. R. að Miðkoti.
Kona Sigurðar sagði Jóni þá, hversu komið var
heilsu Ólafs, en hann svaraði: „Hvern f jandann
varðar mig um það.“ Nokkrum dögum síðar skreidd-
ist Ólafur þó á fætur, en hafði þjáningar í höfði,
var optar með óráði, og andaðist á 13. degi eptir
áfall þetta.
Geta verður þess líka, er gat verið byrjun að and-
látsmeini Ólafs. Nokkrum dögum fyrir heimsókn
Jóns, hafði Ólafur dottið á höfuðið af hestbaki, og
fallið þá í yfirlið litla stund, verið heldur daufari á
eptir, en gekk þó að vinnu og taldi sig jafngóðan
eptir þá byltu.
Læknisvottorð.
Þó læknisvottorðið kæmi ekki fram fyr en um