Blanda - 01.01.1928, Page 397
39i
þá hafa viljaÖ láta hana leiðbeina þeim, og tekiÖ
í handlegg hennar, máske ekki mjög hlýlega, því á
eptir kvartaði hún um það, að sýslurn. hefði meitt
sig á handleggnum. En vitnin báru, að það hefði
ekki getað verið. Fóru þeir svo og fundu fólkið á
engjunum, feðgana og 2 menn aðra við slátt, og
var Ásdis þar líka. Runólfur vildi þá ekki sleppa
Jóni, sagðist ekki mega missa hann, og kvaðst mundu
verja hann með fólki sínu. Ekki sýndi hann þó neitt
ofbeldi að þessu sinni. En til varúðar tók sýslum.
þó af þeim orfin, einum í einu, og lagði þau til hlið-
ar. Siðan tók sýslum.. í handlegg Jóns og vildi leiða
hann burt með sér. En Jón reif sig lausan, og hljóp
út í forarflóð. Ögraði svo þeim sýslumanni, „hristi
sig og skók“ og sagðist mundu „verja sig með oddi
og egg“. Ásdís var þar nærri stödd og kallaði til
karlmannanna: „Ætlið þið að láta taka Jón, og setja
hann í járn“. Ráðfærði sýslum. sig þá við fylgdar-
menn sína, hvort hefja skyldi atlögu. Var þá tekið
það ráð að fara til nálægra bæja og safna liði. Höfðu
þeir með sér orfin, en létu þau á sama stað, er þeir
komu aptur, og voru þá 10 saman alls. Er þeir komu
að St. Bakkakoti, var heimafólk úti, en inni var þó
Jón og móðir hans, og bæjardyrum lokað. Runólf-
ur hafðði sent eptir Ingvari á Hól, og var hann þar
úti við bæjardyr, með föður sínum og systur. Sýslu-
maður spyr um Jón, og biður að láta hann lausan.
Runólfur svarar, að hann sé inni, og muni þeir ekki
sleppa honum, heldur verja hann. Spyr þá sýslumað-
ur Ingvar að því, í hverju skyni hann sé þar kominn.
Til þess að „verja hana móður mína,“ svaraði hann.
En sýslumaður kvaðst ekki ætla að gera henni nokk-
urt mein, og bað þá feðga þrisvar sinnum með góðu
að láta Jón lausan. Þá er það tjáði ekki, skipaði
sýslumaður mönnum sínum að greiða atlögu. Fyrir