Blanda - 01.01.1928, Page 398
39^
io aÖkomna var þar ekki nema 3 að mæta, því
vandalausu heimamennirnir tveir, voru alveg lausir
viÖ alla þessa viðureign.
Þegar hér var komið, höfðu þau feðginin tekið
sér barefli í hendur til varnar. Runólfur hafði reku
(er vantaði á aðra skálmina). Ingvar hafði skapt
af pál, með járnhólk að neðan, og Ásdis járnsleggju,
fremur litla.1)
Þegar sýslumaður kallaði til atlögu, þá kallaði Run-
ólfur á móti: „Komið þið þá allir i andskotans nafni,
ef þið þorið, og ábyrgist sjálfa ykkur“ (eða „líf ykk-
ar“, báru sum vitnin). Sjálfur stökk sýslumaður í
fangið á Ingvari, og beygði sig undir skaptið, er hann
þá hafði reitt til höggs. Lentu handleggir Ingvars á
herðum sýslum. og varð því lítið úr högginu, en
þó var talið, að það hefði lent á höfði þess, er næst-
ur varð, og meitt hann nokkuð. Sigurður á Skúmst.
bar það, að Ingvar væri karlmenni að burðum og
ofurhugi, svo og að hann hefði snúið skaptið úr
höndum Ingvars. Sýslum. kom Ingvari á kné, og
komu þá tveir aðrir til hjálpar og héldu honum niðri.
Skipaði þá sýslumaður að binda Ingvar, en Sig. á
Skúmstöðum bað þess, að honum yrði sleppt (með-
fram af ótta við óþolandi nábýli, ef ekki yrði gætt
allrar lempni). Leyfði sýslum. það, á ábyrgð Sig-
urðar. Ekki er þess getið, að sýslumaður meiddist
neitt í þessari viðureign, en frakki hans rifnaði
nokkuð.
Sveinbjörn á Ártúnum tíljóp á Runólf og gat snú-
ið bareflið úr höndum hans, er hann þó hafði reitt
til höggs. Felldur var hann og haldið höndunum, en
þó brauzt hann um og reyndi að „sparka, klóra og
bíta“. Sleppt var honum, þá er hann sefaðist. Og
1) Eptir þetta fékk Ásdís viðurnefnið „sleggja".