Blanda - 01.01.1928, Page 399
393
hreppti enginn holundar eÖa mergundarsár í þessum
bardaga, því síÖur helundarsár, enda bitu vopnin ver
en í fyrri daga. Ekki varÖ sleggja Ásdisar heldur
skeinuhætt, þó hún reiddi hana hátt til höggs við
Guðmund, vinnumann í Tungu, því Ásdis „seildist
til“, svo höggið „eins og flumbraðist niður eptir baki
Guðmundar, sem þá þreif sleggjuna af henni“. Að
öðru leyti lagði enginn hendur á hana — og ekki
hryggbraut hún Guðmund, þó nærri léti, í þessari
bónorðsför. — En „Ásdís æddi eins og vitstola um
hlaðið .... hreytti skömmum og hrakyrðum við
komumenn", með svo ljótum orðum, að vitnin vildu
ekki hafa þau eptir, eða töldu sig ekki muna þau,
nema þessi: „Skárri eru þetta andskotans nágrann-
arnir“. Og við sýslum. sagði hún: „Það er naumast
þú ert kvenhollur, djöfullinn þinn.“ Hefur hún sagt
þetta eptir aðalhríðina. Stóð hún þá við bæjardyrn-
ar og varnaði sýslum. inngöngu. Vildi hann þoka
henni frá. „En þá rifnaði skyrtuermin, sem hann
tók i, ofan með saumum niður í klaufina; og var
Ásdís að sýna þetta.“
Var svo opnaður bærinn, og út kom Jón og móðir
hans. Geysaði hún mjög, svo sem dóttir hennar, með
ókvæðis-orðum, einkum til sýslumanns.
Eptir þetta var Jón tekinn, fluttur að Skúmsstöð-
um og hafður í járnum 2 nætur eptir, en laus á
daginn og úr því.
Þó eiðfestur væri þessi og annar því líkur fram-
burður vitnanna, vildu sakaraðilar ekki að öllu leyti
samþykkja hann. Þannig þóttist Jón ekkert muna til
þess, að hann hefði barið Ólaf. Runólfur kvaðst ekki
hafa neitað að sleppa Jóni. Og Ásdís þóttist hafa
spurt sýslumann á engjunum, hvort hann ætlaði
að setja Jón í járn, en ekki beint þeirri spurning
til heimamanna, svo og, að hún hefði fundið sleggj-