Blanda - 01.01.1928, Page 400
394
una á öSrura stað, en hún átti að vera, og vildi
bara færa hana til. Ingvar virðist ekki hafa andmælt
ákveðið neinu kæruatriðinu.
S ý s 1 u m a n n a s k i p t i.
Yfirheyrslur í málum þessum tóku mikinn tíma,
og dómar urðu seint upp kveðnir, bæði sökum annara
embættisanna og þess, að M. B. Blöndal sýslumað-
ur gat ekki lokið prófum, áður en hann andaðist, 15.
sept. 1861. — Banamein hans er ekki nefnt i Prþj.bók
Oddakirkju. — Síðustu þing hans í þessu máli voru
á Skúmsstöðum 12. og 13. ágúst. En síðasta bók-
færða embættisverk hans er dags. 20. ágúst, að heimili
hans Selalæk á Rangárvöllum.1)
Skamma stund drógst, að annar sýslumaður kæmi,
sá er veiting hafði fyrir sýslunni, Hermanníus Elías
Johnsen. Settist hann fyrst að í Odda, hjá Ásmundi
próf. Og háði þar í sýslu fyrsta þing sitt í þessu
máli 4. október að Skúmsstöðum, til „að halda rann-
sókn um ofriki það, mótþróa og óhlýðni, sem Run.
bóndi Jónsson á Bakkakoti, ásamt fleirum, sýndu
settum sýslumanni“. Og 7 þing önnur háði hann í
máli þessu, áður en hann dæmdi í því.
D ó m a r.
1. Þó Hermann sýslumaður væri, á þeim árum,
venju fremur mannúðlegur og mildur í dómum sín-
um, er augljóst, að hann hefur ekki sakað Jón Run-
ólfsson um neina verulega hlutdeild í banameini Ólafs
í Miðkoti.
Dómurinn er upp kveðinn í Odda 12. nóv. 1861,
1) Var það í vista-dvalarmáli Guðmundar Þorgilssonar
frá Bjóluhjáleigu og Höllu úr FljótshlííS, er drifin voru til
lands, úr Vestmannaeyjum.