Blanda - 01.01.1928, Page 401
395
á þessa leiÖ: Því dæmist rétt a<5 vera .... Jón Run-
ólfsson á að greiÖa sekt 25. rd. til Út-Landeyja-
hrepps. Kostnað allan við varðhaldið, og 2 rdl. til
verjanda hans, Páls Sigurðssonar alþm. í Árkvörn.
Faðir Jóns hefur að líkindum orðið að greiða að
nokkru sekt þessa, því Jón sagði sjálfur, að hann
ætti ekkert nema einn hest og lélegan íverufatnað.
2. í máli Runólfs Jónssonar og barna hans, var
loks kveðinn upp dómur 19. maí 1862, þannig að
efni til: Runólfur og Ingvar „eiga hvor um sig að
hýðast 3 X 27 vandarhögg, og vera háðir sérstakri
gæzlu lögreglustjórnar í 2 ár“. Ásdís „á að hýðast
27 vandarhögg" og vera háð sömu gæzlu í 8 mán.
Jón á að hýðast 20 vandarhögg.
Málskostnað allan greiði þau öll sameiginlega. Run-
ólfur, Ásdís og Jón, greiði svaramanni sínum, Páli
alþm. í Árkvörn 3 rd. Og Ingvar sínum svaramanni,
Runólfi Nikulássyni hreppstjóra á Bergvaði 2 rdl. —
Þar með var þessum málum lokið.
ATHUGASEMD.
Runólfur b. í Bakkak. dó S./4. 1865. Fór þá ekkjan að Hól
til sonar síns, en Ásdís tók við búi í Bakkak. með Einari
Filipuss. („logn“ — „demant") að fyrirvinnu. Bjuggu þar
1 ár, þá, með öðrum í Varmadal ár, sömul.. á Gaddsstöðum
2 ár. Skildu svo og varð Ásdis vinnuk., ár í senn á Landi
og í Holtum, svo lengi í húsrru á Landi, og máske dáið þar,
ógipt ög barnlaus.
Ingvar í Hól drukknaði (m. fl.) í lending úr fiskiróðri
þar í L.eyj. 12./4. 1875. Var hann formaður, og átti nokkur
börn (Jónas, Ingvar, Ásdísi, Sigríði).
Jón Runólfss. var vinnum. í Gröf í Skaptárt. og varð úti
(óg. og bl. ?) með Þorláki húsb. sínum á Fjallabaksvegi í
okt. 1868, og 2 aðrir. V. G.