Blanda - 01.01.1928, Page 403
397
Arnbjörn það og var mál upp tekið. Sótti það Björn
Ólsen á Þingeyrum, en Ólafur Björnsson á Beina-
keldu átti að verja. Var þá vinátta rnikil með þeiin
Ólafi og Birni. Þingaði Sigurður sýslumaður Snorra-
son um mál þetta heima að Giljá (1812). Var Jens
og borin lausamennska, og lítt sönnuð, en hann fékk
ekki að koma inn í þinghúsið, áður sýslumaður las
upp dóm yfir honum, og dæmdi honum tukthús nokk-
ur ár. Virðu Húnvetningar sýslumann lítt, kölluðu
hann spélinn og framgjarnan, og vilja vera klókan,
en rekjast lítt úr, en í annan stað var vaxin mjög dirfð
illvirkja og blygðunarleysi, en Jens þessi hafði þó
litla sök. Kvað hann þá vísu þessa, eptir upplestur
dómsins:
Þá lesa búinn bragning er,
borð við hnúa glymur.
í sinni ótrúu svikin ber,
segir „skú“ og rymur.
Dró hann það til, að máltak var Sigurðar sýslu-
manns að segja: „skú, netop og just þat“. — Jens
var um hríð i haldi að Giljá, áður hann fór suð-
ur í tukthús. Hann kvað síðar níð ógurlegt um
Natan Ketilsson, og hafði Natan ort um hann áður.
Var Jens allniðskældinn, en þó hefur hann kveðið
nokkrar stökur andlegar, og svo bölsýnisvísur nokkr-
ar, og er þetta ein:
Eg á greiðan- æfiskammt
inn á heiði nauða,
mitt lífsskeið er mæðusamt,
mina leið til dauða.
Allharður þótti dómur yfir honum, er hann kom
suður, og þótti vera fylgi í. Hjálmar stúdent, frændi
hans, Guðmundsson prestlausa, siðar prestur á Hall-