Blanda - 01.01.1928, Síða 404
398
ormssta'ð, fann Kastenskjöld stiptamtmann og mælti
fyrir hann. Hann kva'ðst mundi hjálpa honum, ef
hann kvæ'ði vísu um sig þegar. Jens kvaÖ:
Merkur, hraÖur, gefur upp gjöld,
góÖsinnaÖur títt vi'Ö öld,
sterkur, glaÖur, stór með völd,
stiptamtmaður Kastenskjöld.1)
Varð hann nú laus og hafðist við eptir það í Kefla-
vík syðra, og komst í gengi nokkurt. En Sigurður
sýslumaður Snorrason fékk ávítur um harðdæmi, og
lagðist hann skjótt eptir i hugsýki, og komst ekki
á fætur þaðan af (f 1813).
1) Sbr. Árb. Esp. XII, 68 (árið 1813). Dómur yfirsaka-
málaréttarins um Jens, uppkveðinn 7. sept. 1812, færði hegn-
inguna niður í 30 vandarhögg úr 4 ára betrunarhússvinnu,
samkv. héraðsdómnum 20. des. 1811, en sýslumaður slapp
þó við sektir. (Dómasaín landsyfirréttar, útg. Sögufél. I,
382—385). Fyrir endurnýjaðan þjófnað dæmdi Sigurður
sýslumaður Jens 22. des. 1812 til eins árs hegningarhúss-
vinnu, og eptir þann dóm var það, að Castenskjöld lét
sleppa honum úr hegningarhúsinu haustið 1813, áður en
hann hafði lokið fangavistinni. Fór Jens þá norður, sendur
á Torfalækjarhrepp, þvi að hann átti þar framfærslu. En
skömmu eptir að hann kom norður, eða veturinn 1814, gerði
hann sig enn að nýju sekan um smáþjófnað úr læstum
húsum, og var hann þá dæmdur af Birni Ólsen á Þingeyr-
um, þá settum sýslumanni, 31. marz 1814, til 3 ára hegn-
ingarhússvinnu, er hann mun hafa afplánað, og eptir það
liklega farið suður i Keflavik, þótt allt sé óvíst um veru
hans þar. (H. Þ.)