Blanda - 01.01.1928, Side 406
400
hans Ólafur stúdent Ingimundsson, bróðurson Þor-
finns lögréttumanns í Brenniborg, grannlegur mað-
ur og allra manna fimleiknastur, en haldinn litt bók-
vís, þótt lærður héti; hann var hin mesta hermi-
kráka.1 2)
Strokumannalýsingar.
Á alþingi 1725 lét Ormur Daðason, þá sýslumaður í
Strandasýslu, lesa upp tvær strokumannalýsingar, er hann
hafði ritað við Öxará 14. júlí. Eru þær prentaðar í Alþing-
isbókinni 1725 nr. 25,5, en nú birtar hér í Blöndu sakir
þess, hversu smellnar þær eru að orðfæri, einkum hin sið-
ari. Hin fyrri er um Jón Sigurðsson úr Strandasýslu, og
er svolátandi: „Þjófur er hann, hávaxinn, karlmannlegur,
burðagóður og valinn vinnumaður, vel vaxinn að öllum lík-
amans limaburðum, vel lesandi og sæmilega skrifandi, bjart-
leitur, bjarthærður, þagmælskur og dulinn í allri viðræðu,
svallsamur í allri peningameðferð, hér um á þritugsaldri.
Siðari lýsingin er af Gísla Bjarnasyni frá Bæ í Króks-
firði, svolátandi: „Þjófur er hann, stuttur og stráklegur,
harðleitur,3) hraðmæltur, hrokkinhærður, hörundsdökkur,
kringluleitur, snarlegur og lássaralegur i framgöngu, er um
tvítugsaldur, kann litla eða enga vinnu, utan slá og róa og
smala vel, þá dyggðin ekki brestur, fullfarinn í því að ríða
og stela hestum, sjálfhælinn, lausmálugur og lyginn.“
1) Þessi Ólafur stúdent var drepinn (í áflogum) á
Torfalæk af Birni Ólafssyni 12. okt. 1831. (H. Þ.).
2) hraðleitur: Alþ.b., en er líklega prentvilla fyrir: harð-
leitur. — (H. Þ.).