Gripla - 01.01.1975, Síða 13
DAVÍÐ ERLINGSSON
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
I. UM VIÐFANGSEFNIÐ
Færeyski, norski og danski dansinn um kappann Illuga1 er kveðinn
um sama söguefni sem er í Illuga sögu Gríðarfóstra.2 Dansinn er tal-
inn ortur út af sögunni í þeirri mynd sem hún er varðveitt, eða því
sem næst. Sú var niðurstaða Knuts Liestpls í rannsókn sem birtist í
tímaritinu Syn og Segn, 1910, en sú grein varð síðar með óverulegum
breytingum kafli í bók hans Norske trollvisor og norrpne sogor,1915.3
Við niðurstöðu Liestpls hefur ekki verið hróflað síðan, enda hefur
sagan ekki verið gefin út né rannsökuð sérstaklega á þessu tímabili.
Liestpl bar vandlega saman frásagnarefni dansins og fornaldarsög-
unnar. Hann taldi að rekja mætti til fornaldarsögunnar öll helztu
atriði í efni dansins, og einnig ósamkvæmni í einstökum gerðum hans.
Skoðun hans var sú að eðlilegt væri að söguefni þróaðist í átt til ein-
földunar við munnlega sagnaskemmtun. í staðinn fyrir nokkuð flókna
efnisskipun sem tíðkast í fornaldarsögum yrðu einfaldari og alþýðlegri
ævintýraminni ríkjandi í dönsum um sömu efni.
í þessu viðhorfi, sem mótaði rannsóknaraðferð Liestpls, fólst sú
hætta að ekki yrði tekið nægilegt tillit til þess hve ólíkar þessar tvær
tegundir bókmennta eru í eðli sínu. Sá sem kannar afstöðu fornaldar-
sögu og danskvæðis um sama efni, verður að gæta að ólíkri hefð og
takmörkunum hvorrar greinar um sig. Mismunur á efni og efnisskipun
getur að nokkru ráðizt af ólíkri hefð og skemmtunarhlutverki tegund-
anna. Miklu torveldara er að koma margbrotnu söguefni fyrir í dansi
1 Fproya kvæði, nr. 18 (I, 428-434); Danmarks gamle Folkeviser, nr. 44 (II,
94-102, IV, 820-823, X, 41-42); Norske Folkeviser (Landstad), nr. 2 (bls. 22-28);
K. Liestpl og M. Moe, útg., Folkeviser, endurútg. O. B0 og S. Solheim í ritsafninu
Norsk folkedikting (Oslo 1958), nr. 21 (I, 121-126).
2 Fornaldar sögur Norðrlanda, útg. C. C. Rafn (Kaupmannahöfn 1830), III,
648-660.
3 Syn og Segn XVI (Oslo 1910), 269-286; Norske trollvisor og norrpne sogor
(Kristiania 1915), bls. 92-109.