Gripla - 01.01.1975, Page 14
10
GRIPLA
en lausamálssögu. Og á hinn bóginn má fullyrða að ef gera ætti fom-
aldarsögu úr dansi, yrði að jafnaði að auka efni við og breyta efnis-
skipun á ýmsa lund, til þess að sagan yrði fullgild í sínum flokki.
Einfaldara efni í dansi en í sögu þarf því ekki að vera vísbending um
þróun frá flóknari framsetningu sama efnis í lausamálssögu, nema það
sannist með öðrum rökum að skyldleikanum sé þannig háttað. Um
efalausar sannanir af því tagi er naumast að ræða í rannsókn Liestpls,
en á hinn bóginn bendir ýmislegt til að skyldleikinn gæti verið með
öðmm hætti en hann gerði ráð fyrir.
Það veikir einnig trúna á niðurstöðu Liestpls að hún virðist ekki
reist á sérlega náinni athugun fomaldarsögunnar. Þegar að er gáð
kemur í ljós að um uppruna og þróun söguefnisins má ýmislegt ráða
af samsetningu sögunnar. Erindi þessara blaðsíðna er í fyrsta lagi að
birta nokkrar athuganir um gerð Illuga sögu, en í öðm lagi að benda
á merki bundins máls í texta hennar. Á gmndvelli þessara athugana
verður síðan að endurskoða niðurstöðu Liestpls. En lítið verður skeytt
um að gagnrýna röksemdir hans í einstökum atriðum.
Bók Liestpls er heildarrannsókn á sambandi dansa og fornaldar-
sagna. Eins og kunnugt er, telur hann að danskveðskapur um efni
fornaldarsagna muni hafa verið sérnorsk bókmenntagrein í upphafi,
en síðan hafi hún borizt frá móðurlandinu til Færeyja.4 Frá íslandi
séu ekki kunnir neinir dansar af þessu tagi,5 * enda hafi rímur þar gegnt
sama hlutverki. Liestpl telur um tylft fornaldarsagna, sem dansar era
í efnislegum tengslum við,° en þessi tengsl em með ólíku móti:
‘Stundom ligg visa tett upp til soga, so at ein kan skyna at visediktaren
maa ha kjent soga mest i same form som den me no hev, t. d. Illuga saga
Gríðarfóstra og Hrómundar saga Greipssonar. Andre sogor kann me slutta
mindre um, t. d. Qrvarodds saga, Hervarar saga og Ragnars saga; men set
me innaat einannan alle dei vitnemaali som visone gjev, so skynar me at
diktaren i alle fall maa ha kjent hovuddragi i heile soga, og det hender at
ein kan timja serskilde sogeformer.’7
4 Tilvitnað rit, bls. 226 o. áfr.; um heimkynni dansanna sjá og stutt yfirlit Svale
Solheim í greininni Færpysk-norsk i folkevisediktinga, Fróðskaparrit XVIII (Tórs-
havn 1970), 297—306. Solheim endurvekur athygli á þeirri skoðun, að Færeyjar
muni eiga mikinn hlut í sköpun dansa, meiri en Liestþl hyggur.
5 Tilv. rit, 226-227.
o Tilv. rit, 232.
7 Tilv. rit, 236-237.