Gripla - 01.01.1975, Side 16
12
GRIPLA
kulda, en sjálfur er hann verst á sig kominn. Illugi fer og finnur eld í helli
hjá Gríði tröllkonu. Gríður er afar ljót, meðal annars forkunnar illa nefjuð,
en ungmærin Hildur, sem Illugi hittir í hellinum hjá Gríði, er afbragðs
fögur, og verður hann gagntekinn af þrá til hennar. Síðar kemur í ljós að
þær eru mennskar mæðgur og kóngadætur í álögum vondrar stjúpu. Illugi
verður að vinna það til eldsins að mæla þrjú sannyrði. Það tekst svo að
Gríður lætur sér líka, en síðan segir hún að hann skuli sænga hjá Hildi í
nótt, úr því að honum lítist betur á hana en sig. Þrisvar um nóttina kemur
Gríður æðandi, rykkir Illuga fram á stokk og hótar að drepa hann með
saxi miklu og biturlegu, en Illugi hræðist ekki hið minnsta. Með þessu hug-
rekki sínu leysir Illugi mæðgurnar úr álögum, og verður frásögnin um þau
saga í meginsögunni. Nú leyfir Gríður að Hildur fari með Illuga og gefur
þeim gjafir. Nótt eina þar á eftir finna menn á skipinu Björn ráðgjafa
dauðan, og hefur Gríður drepið hann fyrir það að hann taldi Hildi trölla
ættar. Þegar heim kemur, kvænist Illugi Hildi, og kóngssonurinn fóstbróðir
hans gengur að eiga Signýju móður hennar, sem í álögum nefndist Gríður.
Þetta er stutt saga. Aðalinntak hennar er viðskipti Illuga við Gríði
og það sem þeim er tengt: sjóhrakningurinn — eldsleysið — eldsleitin
— sannyrðasögnin — skyndibrúðkaupið við Hildi — líflátshótanir
Gríðar — lausn kvennanna úr álögum — heimför — brúðkaup. í
inngangi sögunnar er sagt frá uppvexti Illuga, vinfengi hans og kóngs-
sonarins, og manndómsraun þeirri sem móðir Illuga leggur á hann
áður en hann fær að fara í leiðangurinn. En þetta efni snertir ekki
kjama sögunnar, og má því leggja það til hliðar, þegar efni fomaldar-
sögunnar og dansins er borið saman.
í dansinum er frásagnarefnið einfaldara og skipan þess önnur, en
þó er munurinn ekki meiri en svo að hægt er að gera grein fyrir höf-
uðatriðum hans í eftirfarandi tveimur minnisgreinum:
1. í dansinum er tröllkonan raunvemlegt tröll, en ekki mennsk
kona í álögum. Hildur er ekki dóttir hennar, heldur fangi.
2. Markmið leiðangursins, að finna kóngsdótturina, kemur skýrt
fram í dansinum. Kóngurinn faðir hennar er þar leiðangursstjóri, en
söguhetjan og einhver Björn em meðal manna hans. í sögunni er
markmið leiðangursins allt annað (víking), og tilgangur sjóhraknings-
ins er auðvitað ósagður. Mennirnir lenda á slóðum Gríðar af eins
konar tilviljun.
Þessi skipun í dansinum verður til þess, að tilgangurinn með komu
Illuga í hellinn er tvöfaldur (eldsheimt, meyjarheimt). Uppfyllingu