Gripla - 01.01.1975, Side 17
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
13
beggja markmiðanna er hlaðið saman í eitt atriði frásagnarinnar. Við
þennan smíðargalla sleppur Illuga saga, vegna þess að sjóhrakningur-
inn á sér auðvitað engan tilgang, sem sagður sé fyrirfram.
II. TEXTATENGSL
Þó að sama söguefni komi fram í tveimur textum, er alls ekki víst að
þeir séu tengdir beinum eða sannfærandi tengslum. Báðir gætu t. a.
m. verið runnir frá munnlegri sögn og henni svo ólíkri að sameigin-
leg textasérkenni kæmu engin í ljós. Ólíkt bókmenntalegt form stuðlar
að hinu sama. Um fornaldarsögur og dansa um sömu eða skyld
frásagnarefni hagar hvarvetna svo til, að textaskyldleiki milli þeirra
verður ekki sannaður með orðafarstengslum, enda þótt skyldleiki
söguefnisins kunni að vera efalaus. Að þessu leyti er söguefnið um
Illuga undantekning. Sérkennileg sameiginleg atriði í orðafari dansins
og sögunnar sýna að báðir þessir textar eiga rót sína að rekja til sama
fortexta. Er þá annaðhvort um rittengsl að ræða (forrit), eða að
ósvikult minni hefur varðveitt slík atriði úr munnlegri frásögn í ein-
hverri mynd. Hér skulu nú sýnd þrjú slík samkenni í orðafari Illuga
sögu og Illuga dans.
1. Þegar Gríður birtist í fyrsta sinn, lýsir Illuga saga hinu herfilega
útliti hennar. Eitt einkennið er enni bratt. Hið sama kemur fram í
norska dansinum, að vísu ekki í lýsingu skessunnar, heldur í sann-
yrðum Illuga um hana: enna heve du bratt.1 Þetta sérkennilega atriði2
(bæði í orðafari og útliti) virðist hljóta að vera leif sameiginlegs for-
texta.
1 Eftir texta Liest01s, tilv. rit, bls. 95, v. 17; samsvarandi er í öðrum prentuðum
textum.
2 Ennibrattur kemur fyrir sem Óðinsheiti í Óðinsnafnaþulu (varðveittri í AM
748 II 4to og AM 757 a 4to) í tengslum við Snorra Eddu, sjá útg. Finns lónssonar
í Den norsk-islandske Skjaldedigtning IA, 682, Þulur, jj6. — Ennisbrattur er lýs-
ingarorð í færeyskri gátu, um bát, pr. hjá V. U. Hammershaimb, Færþsk Antho-
logi I (K0benhavn 1891, STUAGNL XV), 324. í orðasafninu er orðið þýtt; med
stejl, flad pande. Einnig má geta þess, að lón Ólafsson frá Grunnavík tilfærir orðið
ennisbrattur í orðabókarverki sínu (AM 433 II2, fol., undir brattur) og skýrir: qui
frontem habet arduam vel acclivem.