Gripla - 01.01.1975, Síða 18
14
GRIPLA
2. Illugi segir við Gríði í sannyrðunum, að hún sé svo svört að
gólfið sé fagurt hjá lienni. Dönsku uppskriftimar af dansinum nefna
allar gólfið í bústað tröllsins í þess háttar samhengi, að í því er fólg-
inn samanburður við útlit tröllsins, enda þótt sá samanburður sé hálf-
sagður, en ekki fullsagður. Sjá nánar um þetta í kaflanum um sann-
yrðin. Tilnefning gólfsins og samanburður skessunnar við það er svo
sérkennilegt smáatriði, að það ber vitni hinu sama og enni bratt.
3. Fyrsta sannyrði sögunnar er: Hellir þinn er hár ok breiðr, at ek
hefi eigi séð hús meira né sterkara. Fyrsta sannyrði norska dansins
er: Aaren din œ i hynno brei, / du skipar utivi hann elli. Hér er því
sama lýsingarorð, breiður, á nákvæmlega sama stað í sögunni og
dansinum. Það bendir fastlega til textasambands.
Lítum nánar á þessar setningar. ‘Aaren din æ i hynno brei’ er vísu-
orð. ‘Hellir þinn er hár ok breiðr’ væri líka óaðfinnanlegt vísuorð, en
að vísu einnig eðlilegt laust mál, þannig að vísuorðsformið sannar
ekkert um upprunann. Orðið breiður gefur ástæðu til að ætla að setn-
ingin öll hafi upphaflega verið hin sama. Sannyrðin em einmitt þess
háttar frásagnarkjami, að ætla mætti að þau brengluðust síður en flest
annað.
Liestpl segir: ‘Dei tvo fyrste sanningane er dei same i soga og visa.’3
Það er þó deginum Ijósara að orðin ‘Hellir þinn er hár ok breiðr’
merkja ekki hið sama og ‘Aaren din æ i hynno brei’. Norska vísu-
orðið verður naumast þýtt á aðra lund en: arinninn þinn er í homi
(eða hymum, hyrnunum?) breiður. Viðfangsefnið hellir er allt annað
en arinn. Breytingar hafa orðið í dansinum eða í sögunni, sbr. orðið
breiður. Er þá eðlilegt að reyna að grafast fyrir um þær. Að öðmm
kosti er fullyrðing Liestpls röng, og þær líkur sem leiðir af orðinu
breiður villa ein.
Það erindi Illuga að fá eld kemur skýrt fram í þeirri vísu dansins
sem fer næst á undan sannyrðinu. Þegar hér er komið er því eldurinn
efst í huga þess sem kveður dansinn. Þess vegna fellur orðið aare
undir gmn. Sannyrði í dönskum uppskriftum af dansinum hafa vem-
stað skessunnar að viðfangsefni, en ekki eldstæði hennar, og koma að
því leyti heim við Illuga sögu. Færeyskar uppskriftir hafa engin sann-
yrði. Sagan (og dönsku uppskriftirnar) mun því hafa varðveitt hið
upphaflegra. Viðfangsefni fyrsta sannyrðisins mun hafa verið hellirinn,
3 Liest0l, tilv. rit, bls. 103.