Gripla - 01.01.1975, Page 19
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
15
en ekki arinninn. Breytinganna er að leita í norska dansinum. Um
leið og athyglin beinist að orðinu aare, verður auðskýrt hvernig það
muni hafa komizt inn í dansinn.
Eftir að lýsingarorðið hár hafði vikið úr sessi fyrir sænsku mynd-
inni h0g í norsku4 og þannig misst merkingargildi sitt (var orðið tor-
skilið), hefur annað orð, líkt hinu fyrra að hljóðum og hljómi, en í
hugmyndartengslum við ríkjandi hugsun dansins á þessum stað (eld-
ur), átt greiða inngöngu: hár > aare. Eftir að hár varð merkingarlaust,
hafa menn sjálfsagt haldið áfram að syngja það á sínum stað, þar til
að því kom að einhver legði nýjan skilning í hið óljósa orð í samræmi
við hugsun samhengisins. Breytingin hefur því í eðli sínu verið leið-
rétting og eins konar alþýðuskýring.
Hellirinn hefur því verið viðfangsefni fyrsta sannyrðisins, og Illuga
saga hefur varðveitt það í upphaflegri mynd en norski dansinn.
Þessi atriði sýna að sagan og dansinn eiga rót að rekja til sameigin-
legs texta, og gerð fyrsta sannyrðisins minnir á að hann gæti hafa
verið í bundnu máli.
III. SAMSETNING SÖGUEFNISINS
Sögn þriggja sannyrða er minni, sem allvíða kemur fyrir.1 En eina
frásaga önnur, þar sem sannyrða er krafizt fyrir eld, er í síðari norð-
urfararsögu Þorkels aðalfara í Danasögu Saxa hins málspaka. Er því
ástæða til að athuga þá sögu nánar. M. B. Landstad2 gerði sér ljósa
grein fyrir því, að þessi frásögn Saxa væri í ætt við frásagnarefni
dansa, sem fjalla um hetjuferðir norður í tröllheima. í norska dans-
inum um Ásmund flagðagæfu3 er Þorkell aðalfari beinlínis nefndur til
ferðarinnar. Sá hluti ferðasögu Aðalfara, sem hér skiptir máli, er
efnislega á þessa leið:4
4 Sjá G. Indreb0, Norsk málsoga (Bergen 1951), bls. 261, sbr. bls. 185.
1 Minni H505.1; sjá skrá S. Thompsons, Motif-Index of Folk Literature, III,
Copenhagen 1956, og I. M. Boberg, Motif-Index of Early Icelandic Literature
(Bibliotheca arnamagnæana XXVII, Hafniæ 1966).
2 M. B. Landstad, Norske Folkeviser (Christiania 1853), 45-50.
3 Listpl, tilv. rit, bls. 16, v. 8.
4 Sjá Iatínutextann í útg. J. Olrik og H. Ræder, Saxonis Gesta Danorum, 8. bók,
XV, 2-6. Þýð. má benda á hjá P. Herrmann, Die Heldensagen des Saxo Gramma-
ticus I (Leipzig 1901), bls. 394-395, eða J. Olrik, Sakses Danesaga, Oldtid og
ældste Middelalder (2. útg., K0benhavn 1925), 444-446.