Gripla - 01.01.1975, Síða 21
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
17
póstur um ferð sem leiðir til fundar við tröll sem heimta sannyrði
fyrir eld. Hvaða efni hefur dansinn fram yfir þetta? Því er fljótsvarað.
Það er saga kóngsdóttur í haldi hjá trölli, og um föður hennar og
hetjuna í leiðangri til þess að frelsa hana. Þetta er einfalt ævintýri um
‘den burtstolne kongsdotteri’, það efni sem Liestpl gerði ráð fyrir að
hefði í dansinum troðizt að á kostnað upphaflegra frásagnarefnis úr
Hluga sögu Gríðarfóstra.5a Slíkt ævintýrisb gæti naumast verið einfald-
ara en svo að atburðarás þess væri byggð upp af eftirfarandi atriðum:
(x) Ferð hetjunnar að leita rændu kóngsdótturinnar,
(y) hann finnur hana í valdi trölla eða annarra óvætta,
(z) hann bjargar henni frá þeim,
(þ) heimför, — og líklega
(æ) brúðkaup hetjunnar og kóngsdótturinnar.
í þessum tveimur söguþráðum, a-f hjá Saxa og frumdráttum ævin-
týrisins x-æ, eru saman komin öll aðalatriði frásagnarefnisins í Illuga
dansi. Aðeins eitt atriði dansins fer í bága við þetta: það að kóngur-
inn fer sjálfur í leitarleiðangurinn. í ævintýrinu fer hetjan venjulega
ein síns liðs.
Af þessu má ætla að söguþráður Illuga dans sé undinn saman úr
1) ferðasögu í tröllaheim, þar sem sannyrða er krafizt fyrir eld, og
2) ævintýri um frelsun rændrar prinsessu. Nánari athugun einstakra
atriða styður þessa niðurstöðu. Út frá a-f og x-æ má nú fá gleggri
hugmynd um samsetningu sögurásar dansins í heild með því að setja
efnið upp á þennan hátt:
Frásögn Saxa: a—b—c—d—e—f
Kóngsdóttursagan: x-------------y----z—þ—æ
Förin (a/x) og fundurinn við tröll í helli (e/y) sem hafa eld (e) eða
kóngsdóttur (y) á valdi sínu eru tvö atriði sem koma fyrir í báðum
sögunum. Þau gera kleift að fella þær saman í eina sögu, og þau
ákveða um leið á hvern hátt samsteypan verður. Með snertiatriðunum
a/x og e/y hlaut niðurstaðan að verða: a/x—b—c—d—e/y—f—z—
þ—æ. Það stendur heima, að í þessari táknaröð felst fullgilt efnis-
ágrip þeirrar sögu sem sögð er í Illuga dansi.
5a Sjá tilv. rit hans, bls. 104-107.
5b Sjá ævintýraskrá Aarnes og Thompsons, The Types of the Folktale (Folk-
lore Fellows Communications, nr. 184, Helsinki 1961), nr. 300 o. áfr.
Gripla 2