Gripla - 01.01.1975, Page 23
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
19
uga saga sleppur við hana vegna þess að sá tilgangur að bjarga kóngs-
dóttur er ekki sagður fyrirfram. Það leiðir af hefð slíkra skemmti-
sagna, að menn fara í víking til þess eins að afla fjár og frægðar.
Onnur erindi eru óþörf. En í rauninni er erindi Illuga í helli Gríðar
tvíþætt alveg eins og í dansinum.
í framhaldi af þessum athugunum um söguefnið í dansinum er nú
rétt að beina athyglinni að fornaldarsögunni. Aðalatriðum mismunar-
ins á söguþræði þeirra er áður lýst (sjá bls. 12-13). Mest ber á milli
í tveimur hlekkjum sögukeðjunnar, þ. e. í sambandi við leiðangurinn/
sjóhrakninginn (a/x) og í sambandi við fund og frelsun kóngsdóttur-
innar. Hér má líta fyrst á hið síðara. Er þá heppilegt að athuga hlut-
verk Gríðar tröllkonu út frá þeirri spurningu hvort upphaflegra sé, að
hún sé mennsk kona í álögum eins og í sögunni (Signý) eða hrein-
ræktuð tröllskessa eins og í dansinum.
Með hugrekki sínu leysir Illugi Signýju kóngsdóttur, móður Hildar
kóngsdóttur, úr þeim vondu álögum að vera tröll norður í Gandvík.
Samt verður þess ekki vart í sögunni að tröllshamurinn falli af henni
eða hún breytist á nokkum annan hátt við lausn sína. Öðm nær.
Tröllseðlið hefur hún eftir þetta, þegar hún hengir Björn ráðgjafa við
siglurá um nótt, og var það þó varla ‘kvennaverk’. Lesandi verður ekki
annars var en Signý-Gríður hafi haft Gríðarnefið óbreytt, þegar hún
varð drottning fóstbróður Illuga í lok sögunnar.
Hildur fer með Illuga heimleiðis úr hellinum, en hvers vegna slæst
Signý ekki í förina með þeim, úr því að hún var mennsk kona, laus úr
álögum, og móðir Hildar? Það kemur sér heldur illa í sögulokin, því
að þá neyðist höfundurinn til að láta hana birtast aftur á fjarlægum
stað alveg skýringalaust, þegar hún á að fara að ganga í hjónaband.
Þá er eins og henni skjóti upp úr jörðinni.
Þessa missmíð alla virðist ógerningur að túlka nema á einn veg: í
efnisheimild fornaldarsögunnar hefur skessan ekki verið neitt annað
en tröllskessa. Því hefur höfundur breytt. Álagasagan öll er viðbót
hans6 og einnig vitaskuld gifting Signýjar, samkvæmt hinu algenga
6 Álagaminnið (M411.1.I) er af algengri íslenzkri tegund, með gagnálögum, en
líkur benda eindregið til að þessi gerð álaga sé orðin til vegna áhrifa frá keltnesk-
um sögum. Sjá E. Ó. Sveinsson, Verzeichnis islandischer Márchenvarianten (Folk-
lore Fellows Communications, nr. 83, Helsinki 1929), bls. xxx-xxxiii; E. Ó. Sveins-
son, Um íslenzkar þjóðsögur (Reykjavík 1940), bls. 217 o. áfr., en sérstaklega bls.